Mánudagur, 26. mars 2007
Löööng helgi
á föstudaginn var ég að leika mér að föndra. var að búa mig undir það að fara í barnaafmæli þegar böddilöddi hringdi í mig og sagði mér að koma með á böfröst. ég sagði nei því ég ætlaði ekki að fara en svo færðist skoðun mín til hliðar og ég sagði já. sé ekki eftir því. ég var sett í miðasöluna sem var í sjálfu sér allt í lagi. ég hef hundrað sinnum séð þá á sviði, svo lengi sem ég fengi að hanga með þeim, fylgjast með þeim, kynnast þeim en fyrst og fremst hlusta á tónlistina þá er ég sátt. skiptir ekki miklu máli hvar ég er eða hvað ég er að gera. það voru jú auðvitað gallar í þessu. kvöldið á bifröst: fólk kom í hópum og var sumt haugafullt og réðst á okkur gínu til að borga til að koma inn! ég er með tvær hendur og yfirleitt eina hugsun. en jæja ég missti soldið af byrjuninni af þessu kvöldi, gat ekki einbeitt mér að tónlistinni og gestunum í einu og annar gallinn sem ég var nú ekki sátt við en ég fyrirgaf þetta klúður. böddi hætti í miðju lagi. ég var búin að bíða eftir þessu lagi: the funeral með the band of horses! en hann bölvaðist til að hætta í miðju lagi því röddin var farin og hann vildi ekki skemma lagið. jæja ókei. seinna kvöldið: ég var bara svo anskoti þreytt og ómöguleg. hafði sofið allan daginn, svaf í bílnum, fékk að gista hjá önnu dögg í sófanum, svo kom þessi elska og kúrði hjá mér í sófanum. ekki mikið pláss en það virkaði. haha. hún var ekki með veskið sitt og hvaðeina svo ég var alveg bullandi skíthrædd við hana. en ég slapp út, lifandi. þegar klukkan var um 11 voru dúddarnir enþá að djamma!!! þá hefðu þeir alveg getað skutlað mér heim. þeir voru ekkert að missa af neinu anskotans djammi!
ég er eiginlega búin að missa allan áhuga á fullu fólki og áfengi yfir höfuð. nei nei það kemur fyrir að ég fái sopa og sopa en ef ég missi stjórnina og stefni á fyllerí reyni ég bara að drekka vatn. jú ókei, sumir höndla áfengi. Njalli og Kópur og Magga eru helvíti góð með áfengi. úfff magga verður svo hugmyndarík og alltaf að gera e-ð þegar hún er í glasi. manni leiðist aldrei með henni. kópur og njalli eru bestir, fyrir utan möggu, þeir fíflast í hvörum öðrum og öllum og ég veit ekkert hvernig ég á að haga mér nálægt þeim, ætti kannski að súpa létt þegar ég er með þeim á hressó eftir gigg. eða bara láta allt flakka. jæja!
ég svaf á gólfinu á föstudaginn og svaf bara skratti vel. vaknaði um 11 og virti fólkið fyrir mér. rosalega voru þau krúttleg. tihi. 5 í rúminu, tveir á gólfinu, ég og stelpa sem svaf bókstaflega ofan á öllu sem var á gólfinu, úlpunni hans einars sem dágóður tími fór í að leita að og skórinn hans bödda sem allir hötuðu fyrir að vera týndur (sko skórinn) svo svaf hún á öllu sem hún sá. jæja ágætis stelpa. hún ætti samt ekki að vera að ýja að því að hún sé kallaleg. hún á frekar að sýna það hversu stoltur kvennmaður hún er. hún er ekki karlmaður, hún er kennmaður og á að gera gott úr því. sýna hvað hún getur sem kvennmaður! og hana nú!
þeir tóku the funeral á motel venus og ég kom hoppandi og skoppandi til að sjá þá spila það lag og til að vera í sem mestum hávaðanum!! ójá! fkn flott lag en helvíti fáránlegur texti!
Lyrics from www.lyricsmania.com
I'm coming up only to hold you under
I'm coming up only to show you wrong
And to know you is hard and we wonder
To know you all wrong, we were
Really too late to call, so we wait for
Morning to wake you; it's all we got
To know me as hardly golden
Is to know me all wrong, they were
At every occasion I'll be ready for a funeral
At every occasion once more is called a funeral
Every occasion I'm ready for the funeral
At every occasion one brilliant day funeral
I'm coming up only to show you down for
I'm coming up only to show you wrong
To the outside, the dead leaves, they all blow (alive is very poetic)
For'e (before) they died had trees to hang their hope
At every occasion I'll be ready for the funeral
At every occasion once more is called the funeral
At every occasion I'm ready for the funeral
At every occasion one brilliant day funeral
og lagið í myndbands formi:
http://www.youtube.com/watch?v=ibE7IqEjni4
böddi segir að ég þurfi ekkert að skilja textann, lagið er bara fucked up gott! sammála!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.