Miðvikudagur, 8. júní 2011
Ólivía og Óliver
Í morgun fórum við Kormákur í dýrabúð með það í huga að stytta okkur stundir, gera eitthvað skemmtilegt og skoða en komum heim með tvo litla sæta gullfiska sem við nefndum Ólivía geðlæknir og Óliver taugasálfræðingur.
Ég átti glerkúlu sem ég hafði notað undir aðra fiska í gamla daga, ég setti hana í uppþvottavélina til að skola hana vel en hún sprakk svo ég rændi blómavasanum hennar mömmu sem var nýkominn úr uppþvottavélinni og það kemur bara mjög vel út. Kormákur reyndi að gefa þeim ost áðan en þeir voru ekkert spenntir fyrir honum.
Það sem er helst í gangi hjá mér er óvissa og endalausar pælingar um framtíðina. Mér finnst framtíðin vera svo langt í burtu og mér finnst svo margt eftir sem ég á eftir eða vil eða þarf að gera. Ég veit ekki einu sinni hvað ég þarf, vil eða á eftir að gera... Sem gefur framtíðinni óljósa mynd sem hefur engin mörk. Sumarskólinn er ekki að ganga vel en hann mjakast, þegar Kormákur fer í sumarfrí til pabba síns ætla ég að spíta vel í lófana og ljúka þessu með stæl. Ekkert of mikið vonleysi þar, hef náð að skila öllum verkefnum, lægsta einkunn sem ég hef fengið er 6 og hæsta er 10.
Varðandi japönskuna í HÍ næsta haust, ég veit ekki hvort ég fari í hana eða hvort ég breyti, báðir möguleikarnir eru vipað líklegir. Jafnvel möguleikinn að fara ekki í háskóla ef ég næ ekki að ákveða mig er líklegur miðað við ástandið eins og það er núna. En ég veit ekki hvað ég mundi þá gera, ef ég færi ekki í háskóla.......................................... úff
Athugasemdir
Valkvíði er hollur ef manni tekst síðan að velja ...
Berglind Steinsdóttir, 9.6.2011 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.