Miðvikudagur, 25. maí 2011
Umsókn í HÍ
Í gær sendi ég inn ummsókn í Háskóla Íslands. Ég valdi námsbraut sem heitir 'Japanskt mál og menning'. Hér er vefurinn fyrir japönsku í HÍ http://japanska.hi.is/.
Ætlunin var alltaf að fara í sálfræði en undanfarna daga hef ég litið nýjum augum á sjálfa mig og heiminn. Efast sjálfa mig mjög mikið. Hef efast um að sálfræði sé mín deild. Hugleiddi hvort geðlæknisfræði eða taugasálfræði væri minn farvegur. Ég hef svosem áhuga á þessu enþá en kannski hef ég verið með óraunsæar hugmyndir um framtíð mína. Ég vil ekki fara út í eitthvað sem kemur svo í ljós að er of mikið fyrir mig eða bara alls ekki það sem ég bjóst við.
Mér finnst Japan, tungumálið og menningin mjög áhugaverð, gæti hugsað mér að stúdera það mjög vel. Þessi námsbraut er bara 120e svo ég þarf að velja 60e aukagrein en ég gat ekki valið hana í gær. Ég reyndi að velja 'Austur-Asíufræði'.
Vitandi það að ég er búin að senda inn umsókn í háskóla er ákveðinn léttir fyrir mig, það léttir lundina. Ég er orðin langþreytt á menntaskóla en ég er bjartsýn á að hann klárist í næsta mánuði en hvað veit ég, ég var líka bjartsýn á að vera útskrifuð núna.
Það var mikið áfall að ná ekki að útskrifast, ég er búin að vera þung í skapinu undanfarið og finnst ég ekki eiga neitt skilið. Ég ætlaði að ná og ég var í alvöru bjartsýn á það, kannski of bjartsýn. Það er eðlilegt að ég sé byrjuð að efast um sjálfa mig.
Til að sökkva mér ekki of langt í niðurdregnar hugsanir um útskrift og vonleysi þá hef ég reynt að einbeita mér mikið að móðurhlutverkinu. Ég hef ekki verið mikið með Kormáki síðustu vikur og eða mánuði en síðustu dagar hafa verið súper góðir hjá okkur. Við fórum á róló með nýju sandkassaleikföngin hans. Hann fékk nýja sumarskó og fullt af sokkum því hann er orðinn nógu stór til að þurfa ekki að vera alltaf í sokkabuxum. Auk þess fékk hann grænt krókódílatjald sem er heldur betur að slá í gegn í nýja leikherberginu hans. Ég er búin að hengja upp 4 litaspjöld, gult, rautt, grænt og blátt og spyr hann reglulega hvar til dæmis gulur sé. Hann hefur ekki mikinn áhuga á þessu en stundum reynir hann að skilja hvað ég sé að tala um. Einn daginn fórum við á bókasafnið og kíktum á barnahæðina. Þar hittum við nokkra skemmtilega krakka sem komu þarna með foreldrum sínum.
Seinustu helgi ætluðum við að skella okkur norður til pabba en þá ákvað Patrik, bróðursonur minn, að halda uppá 2ja ára afmælið sitt sem var vel til fyrirmyndar. Kormákur naut sýn ótrúlega vel. Ég hef aldrei séð hann vera svona öruggan innan um fullt af ókunnugu fólki. Vel gert Gína!
Í dag byrjar sumarskóli FB, hafið verk þá hálfnað er, ekki satt?
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Setur allt sem þú átt í þessar vikur, klárar þetta! :*
Lára María (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.