Á morgun

Á morgun eru seinustu prófin af 12. Ég er fallin í stæ 202 og spæ 403. Ég hef náð sag 103, ísl 303 og stæ 122. Fleiri einkunnir hef ég ekki fengið. 

Það er alveg ljóst að útskrftin muni frestast en það er líka alveg ljóst að hún verður á þessu ári. Verra gæti það verið. Ég er ánægð, það er gott að sjá loksins fyrir endann á þessum endalausa rússíbana sem menntaskólaganga mín hefur verið.

Hasta la próxima!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, en leiðinlegt. Gott samt að sjá að þú tekur Pollýönnu á þetta. Ef maður skyldi vera svo óheppinn að fá hækjur að gjöf verður maður að þakka fyrir að þurfa ekki á þeim að halda! Vonandi gekk vel með restina og þá áttu bara eftir að taka aftur eitt próf í stærðfræði og eitt í spænsku. Ha?

Berglind Steinsdóttir, 15.5.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: svavs

Í sumar fer ég í spæ 203, 303 og 403, stæ 202 og ísl 403. Ég geri ráð fyrir því og er strax byrjuð að undirbúa mig, ég er með málfræðina á hreinu í spæ 203 og næstum 303 og þá er aðal atriðið að lesa og lesa því þetta er jú tungumál og þá þarf maður orðaforða. Ég klikkaði á því í spænskuprófinu 203 en í staðin fyrir að skrifa rétt svör þá skrifaði ég regluna sem ég átti að nota/kunna fyrir það svar. Ég held ekki að það muni virka en maður verður að gera allt sem maður getur ekki satt?

svavs, 17.5.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jú, og aldrei að gefast upp, þá verður maður bara hundfúll út í sjálfan sig. Ég er núna að reyna að einbeita mér að þýskum hvalanöfnum og vegalengdum á Snæfellsnesi ...

Berglind Steinsdóttir, 17.5.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband