Elskulega íslenskan

Mikið gaman, mikið fjör. Ég var í tvem íslenskuprófum í kvöld; ísl 303 sem er um fornbókmenntir, hetjukvæði, eddukvæði, hávamál, völuspá, þrymiskviðu, íslendingabók, konungabók og njálu og fleira. Í því prófi gekk mér ágætlega. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Hins vegar gaf ég upp vonina um að ég mundi ná ísl 503 vegna þess að ég komst ekki yfir allt efnið en viti menn. Það efni sem ég komst yfir, það kom á prófi. Heppin? Ég ákvað að leggja meiri áherslu á ísl 303 vegna þess að mér finnst sá áfangi leiðinlegri og vildi losna við hann. Það er líka skynsamlegt að tryggja allavega annan áfangann frekar en að reyna að ná báðum sem mundi verða til þess að ég falli í þeim báðum. 

Ég fór svo lang seinust út en það hafði ekki áhrif á mig því ég sat fremst. Ég var í rétt tæpa tvo tíma með bæði prófin. Ef mér hefði ekki gengið svona vel á prófunum hefði ég ekki haft orku í að læra í kvöld, það er kominn smá lærdómsleiði í mig. Hvort sem ég næ prófunum eða ekki, þá fannst mér mér ganga vel.  Það er það eina sem skiptir máli á meðan ég bíð í kvalafullri óvissu eftir einkunnum. Ég hef samt aldrei fengið eins góðar einkunnir fyrir verkefni og kaflapróf eins og einmitt þessa önn, hvort sem það er úr fögum frá FÁ eða MH.

Á morgun fer ég í sögupróf (sag103, loksins!) kl 15:30 og svo spænsku 403 kl 17:30.

Á miðvikudaginn rúlla ég upp einu litlu landafræðiprófi og á fimmtudaginn brillera ég í enskunni en á föstudaginn fer ég í spænsku 303 kl.11 og spænsku 203 kl.13 en þá er ég líka búin!!!

Ég reikna ekki með að útskrifast núna 21. maí, aldrei að segja aldrei (enda sagði ég aldrei aldrei) en hvort sem ég útskrifast eða ekki þá langar mig samt að fara í fjarnám í sumar. Helst í sálfræði 213 og heimspeki 303. Reyndar langar mig í alveg allavega 30 áfanga en það er víst ekki reiknað með því að neinn taki svo mikið á einni önn. Ég finn út úr þessu seinnitímavandamáli.

Í lokin vil ég henda einum blogg-hugar-kossi á litla bróðurson minn sem er tvegga ára í dag Wizard. (er þetta ekki alveg eins kall með afmælishatt og afmælissprota?) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband