smettisskruddubann til 13. maí í boðu litlu syss

Jæja, nú hefur elskulega systir mín breytt lykilorðinu á facebookinu mínu svo ég geti einbeitt mér betur að náminu af því að prófinu hefjast á miðvikudaginn. Mér finnst facebook samt ekki trufla mig. Mér finnst það gera námstímabilið minna einmannalegt. Þar er ég partur af félagslegu samfélagi, sumt er gott og skemmtilegt en annað er ekkert skemmtilegt. Ég samþykkti það samt að taka þessa pásu til að athuga hvort ég sé orðin háð samskiptasíðunni, það mundi ekki koma mér á óvart ef ég væri það. 

 Hvað um það, lyfin mín hættu að virka svo ég tók mér eins dags pásu og byrjaði svo á sterkari lyfjum og ég er sem ný manneskja. Mér líður betur (miðað við hvernig mér leið þegar lyfin hættu að virka) og ég get einbeitt mér aftur. Mamma segist sjá stóran mun á mér og Sóley líka. Í gær hitti ég söngvara hljómsveitarinnar Playmo sem ætlar að spila í útskriftinni minni og við ræddum málin um hitt og þetta, ég fæ að vinna óskalagalista sem þau ætla að athuga hvort þau geti spilað. Þá velti ég því fyrir mér hvers konar stemmingu ég vil hafa. Rólega eða hressa eða brjálaða eða rómantíska eða dægurlaga. Eða allt í bland. Hljómsveitin ræður því, ég kem bara með hugmyndir sem þau velja eða hafna. Ég er bara mega þakklát fyrir að fá hljómsveit sem vill spila fyrir mig og gestina mína af fúsum og frjálsum vilja. Veislan verður að öllum líkindum barnlaus því mamma segir að það sé meira slakandi, ég er sammála henni en þá þarf ég sjálf að redda pössun. 

 Í dag erum við Sóley (stjórnsama systir mín) búnar að læra mikið í sögu, ég er einnig búin að lesa eitthvað í bókmenntasögu sem ég hélt að væri einskorðuð við 19. öldina en hún nær allt niður á 16. öldina eða við siðaskiptin á lærdómsöld sem markast við árið 1550 og svo er þessi kúrst alveg til 1918 þegar Ísland varð fullvalda. Kúrstinn skiptist í lærdómsöld frá 1550-1770, upplýsingu frá 1770-1830, rómantík frá 1830-1880 og svo loks raunsæi frá 1880-1900 en það er einnig farið smá í nýrómantíkina sem er frá um 1900-1930 en ég er í öðrum kúrs sem fjallar um bókmenntir á 20. öldinni en þau tímabil heita: nýrómantík - félagslegt raunsæi - módernismi - nýraunsæi og fleira.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband