Föstudagur, 22. apríl 2011
Langsóttur draumur
Ég er svo heppin að eiga þann pabba sem hentar mér það vel að ekkert vanti. "Hann er ekki fullkominn frekar en neinn annar", jújú hann er alveg fullkominn í þeirri merkingu að mér finnst ekkert vanta, þó mér finnist samt stundum eitthvað "vanta" í hann en það bætir hann allt með einhverju öðru sem flokkast sem "aukahlutur" eða "bónus". Ef glas er fullt þá vantar ekkert í það (=fullkomið, eh?), ef eitthvað er sett í það þrátt fyrir fyllu þess þá flæðir yfir brúnirnar/samlíking/myndlíking/útskýring. Stundum finnst mér pabbi búa of langt í burtu og þess vegna er ég mjög þakklát fyrir facebook og msn. Ég hlakka til að geta keypt svo stórt hús í framtíðinni að það inniheldur auka íbúð fyrir pabbalabbann minn og konu (og börn) en til þess að það verði þarf ég að vera sparsöm, skynsöm og dugleg í námi til að afla mér menntunar til að nota hana til að framkvæma stórar og góðar hugmyndir sem mun bæði hjálpa mér og heiminum og þess vegna þarf ég að klára menntaskólann, til þess að ég geti verið nær pabba í framtíðinni!
Þetta á ekki bara við um pabba, nú bý ég hjá mömmu og á hverjum degi kvíði ég þeim degi að ég þurfi að flytja burt, en ég kvíði ekki mikið. Ég get alveg búið 'ekki-með-henni' en mig langar það ekkert og þess vegna þarf stóra húsið mitt að innihalda tvær aukaíbúðir í sínum hvorum endanum. Ég er ekki svo vitlaus að planta mömmu og pabba í íbúðir hliðiná hvort öðru .
Nei nei, þetta er ekki ennþá búið! Ég á líka yndisleg systkini en ég veit ekkert hvað ég vil gera fyrir þau, ég vil hafa þau hjá mér, auðvitað en það er þeirra hausverkur að það verði að veruleika . Þau eru ung og vitlaus og hafa sjálf tækifæri til að gera sem best úr sjálfum sér. Mamma og pabbi eru að verða gömul og bræða bráðum úr sér svo þau þurfa á mér að halda . Elskykkur til tunglsins .
Kveðja,
Sú ofvirka í hausnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.