Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Tilfinningar
Nú er allt að gerast, markmiði vikunnar er brátt komið í höfn og á mánudaginn tekur við upprifjun fyrir prófin! Þetta er að gerast fólk! Í kvöld fór ég í munnlegt spænskupróf og stóð ég mig ekki vel en sem betur fer þarf ég aldrei aftur að tala spænsku, ég fékk 5,5 en ég var næstum í allan dag að undirbúa mig fyrir prófið með nýju vinkonu minni Kristínu sem er með mér í 3 af 4 fögum í öldungadeildinni í MH. Ég kunni svörin við spurningunum en þau týndust þegar ég var í prófinu, veit hreinlega ekki hvert þau fóru. Ég var með önnur svör á hreinu en þau komu prófinu ekkert við og allt fór í graut, næstum allt, allt nema 55 prósentin.
Á morgun er tiltekt og tiltekt og tiltekt og að útskrifa enskuna, landafræðina og eðlisfræðina takk fyrir! Helgn fer í íslenskuna og stærðfræðina og ég get ekki beðið... eftir að helgin klárist!
Færslan heitir tilfinningar en ég er með svo margar tilfinningar sem flæða þvers og kruss um sjálfa mig og í kringum mig að ég veit ekki hvað.... mjög spennandi stöff!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.