Allt gott takk fyrir en þú?

Ég segi allt gott í dag, en þú?.
Vann í söguritgerðinni soldið fram á nótt í gær og vaknaði svo 40 mínútum seinna í morgun en vanalega en það var allt í lagi. Kormákur var einstaklega hress og kátur í morgun, tók maukmorgunmatinn sinn og labbaði sér bara upp til ömmu sinnar og sagði "nammnamm". Hann er duglegur litli gullmolinn minn.

Ég sæki hann kl 15:30 í dag og þá held ég að við munum skemmta okkur við að taka aðeins til af því að ég er búin með lærdóm dagsins. Það þýðir samt ekki að ég ætli ekki að læra meira í dag. Ég ætla að stúdera spænskuna, gera smá skipulag í sögunni og lesa nokkra kafla í enskunni.

Það er svo gaman þegar það gengur svona vel!
Flott hjá mér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó - ekkert skrifað í dag :( - fylgist grannt með og þetta ER flott hjá þér og þú VERÐUR stúdent í maí !! Love this blogg. Knús á þig

Bells (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband