Áhrif

Um leið og ég var búin að skrifa færsluna tók ég inn lyfið og fann mjög fljótlega fyrir mun. Ég gat lesið hraðar án þess að þurfa að einbeita mér að muna það sem ég var að lesa, ég mundi það. Ég þurfti ekki að einbeita mér að hverju orði fyrir sig, ég gat rennt mjúklega yfir textann eins og hann væri heild, sem hann er. Engin orð sem ég gat ekki séð fyrir mér trufla mig lengur, ég þarf ekki að sjá textann fyrir mér í myndrænu formi, það er nóg að sjá orðin og þá skil ég.

Þó það sé gaman að sjá fyrir sér það sem maður les þá getur það verið svo rosalega tímafrekt, sérstaklega þegar orð eins og "hesturinn hoppar yfir grindverkið" kemur. Ég get ímyndað mér hest hoppandi yfir grindverk, ekkert mál en orðið "yfir" stoppar mig! En ekki lengur Smile

Mér líður eins og ég sé að sjúga inní mig vitneskju um eitthvað ákveðið efni sem einfaldlega hlaðast upp í þeirri röð ég les það. Það er komið inn og ég þarf ekki að hafa fyrir því.

Ég ELSKA að lesa og ég hata þegar mér finnst það erfitt!

Ég er einbeittari og skarpari, ég náði þokunni LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband