Vika 1 dagur 4

Dagurinn í gær gekk ekki heldur alveg eins vel og ég vonaðist, ég náði ekki að lesa Völuspána og ég held að kvíði hafi verið stórt hlutverk í þeirri útkomu, ég kvíði fyrir því að byrja að lesa þetta vegna þess að það er tímafrekt og satt að segja finnst mér þessi íslenska ekki skemmtileg. Ég veit samt ekki hvort mér finnist Völuspáin leiðinleg því ég hef ekki lesið hana en ég óttast það.

Um leið og ég vaknaði í morgun fór ég strax að borðinu þar sem ég læri og byrjaði að lesa í The Collector, hún er svo spennandi. Hún er um strák á mínum aldri sem rænir draumastúlkunni sinni... ég segi meira frá því seinna.

Ég ætla ekki í hádegisjóga í dag og ekki heldur að ganga í skólann í kvöld.

Markmið dagsins:
15 bls í The Collector
1 klst í spænsku
4 kafla í Pride and Prejudice
2 kafla í sögu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband