Færsluflokkur: Heimspeki
Sunnudagur, 8. maí 2011
Er ég...
Er ég uppreisnar manneskja? Ég veit að ég er mikil efasemdarmanneskja af því að ég held að það sé hollt. Mér finnst það líka gaman. En ég var að lesa að boðskapur ljóða Steins Steinarrs í ljóðabókunum Ljóðum (1937) og Ferð án fyrirheits (1942) verði innhverfari. Þau verði torræðari og að spurt sé heimspekilegra spurninga eins og: Hver er ég? Er ég til? Til hvers er ég til? Ljóðin verða víst líka oft tvíræðari enda var skáldið uppreisnar- og efahyggjumaður. (Tekið næstum beint uppúr bókinni Öldin öfgafulla; Bókmenntasaga tuttugustu aldarinnar eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, s:78)
Ég efast ekki um að það tengist að vera uppreisnagjarn og efasemdamaður og að það séu mörg mismunandi stig hvers fyrir sig.
Ég er kannski ekki augljós uppreisnar manneskja en gæti ég ekki verið lúmsk uppreisnarmanneskja þar sem uppreisnareinkenni mín sýna sig best í öfgakenndri efasemdahyggju minni?
Föstudagur, 22. apríl 2011
Langsóttur draumur
Ég er svo heppin að eiga þann pabba sem hentar mér það vel að ekkert vanti. "Hann er ekki fullkominn frekar en neinn annar", jújú hann er alveg fullkominn í þeirri merkingu að mér finnst ekkert vanta, þó mér finnist samt stundum eitthvað "vanta" í hann en það bætir hann allt með einhverju öðru sem flokkast sem "aukahlutur" eða "bónus". Ef glas er fullt þá vantar ekkert í það (=fullkomið, eh?), ef eitthvað er sett í það þrátt fyrir fyllu þess þá flæðir yfir brúnirnar/samlíking/myndlíking/útskýring. Stundum finnst mér pabbi búa of langt í burtu og þess vegna er ég mjög þakklát fyrir facebook og msn. Ég hlakka til að geta keypt svo stórt hús í framtíðinni að það inniheldur auka íbúð fyrir pabbalabbann minn og konu (og börn) en til þess að það verði þarf ég að vera sparsöm, skynsöm og dugleg í námi til að afla mér menntunar til að nota hana til að framkvæma stórar og góðar hugmyndir sem mun bæði hjálpa mér og heiminum og þess vegna þarf ég að klára menntaskólann, til þess að ég geti verið nær pabba í framtíðinni!
Þetta á ekki bara við um pabba, nú bý ég hjá mömmu og á hverjum degi kvíði ég þeim degi að ég þurfi að flytja burt, en ég kvíði ekki mikið. Ég get alveg búið 'ekki-með-henni' en mig langar það ekkert og þess vegna þarf stóra húsið mitt að innihalda tvær aukaíbúðir í sínum hvorum endanum. Ég er ekki svo vitlaus að planta mömmu og pabba í íbúðir hliðiná hvort öðru .
Nei nei, þetta er ekki ennþá búið! Ég á líka yndisleg systkini en ég veit ekkert hvað ég vil gera fyrir þau, ég vil hafa þau hjá mér, auðvitað en það er þeirra hausverkur að það verði að veruleika . Þau eru ung og vitlaus og hafa sjálf tækifæri til að gera sem best úr sjálfum sér. Mamma og pabbi eru að verða gömul og bræða bráðum úr sér svo þau þurfa á mér að halda . Elskykkur til tunglsins .
Kveðja,
Sú ofvirka í hausnum.
Sunnudagur, 6. mars 2011
Ný markmið
Segjum að ég ætli að taka þátt í einhverju maraþoni og mig langar til að heita á gott málefni, hvort er betra að safna fyrir góðgerðafyrirtæki eða persónu sem maður þekkir sem maður heldur að þurfi á fjárhagsaðstoð að halda. Segjum að þessi manneskja hafi verið að hjóla og hafi gleymt í fyrsta sinn að nota hjálm.
Manneskjan dettur af hjólinu og er núna ósjálfbjarga í hjólastól. Segjum að þessi manneskja sé einhver sem ég kannski þekki og þyki vænt um, mjög vænt um.
Ég veit að þessi manneskja er góð og yndisleg og á skilið alla þá fjárhagsaðstoð sem hún getur fengið en 'Jón Jónsson' veit það ekki svo hann mundi kannski frekar heita á mig ef ég mundi hlaupa fyrir eitthvað góðgerðarfyrirtæki sem hann kannaðist við en einhverna manneskju sem hann þekkir ekki. Hvernig veit hann að þessi manneskja er raunverulega slösuð? Hversu mikið má maður segja um manneskjuna sem maður er að safna fyrir? Hversu mikið af upplýsingum um manneskjuna er almenningi boðlegt? Ég veit að fólk hefur lúmskt gaman af krassandi sögum og vill heyra 'of' mörg smáatriði en ég mundi ekki vilja taka þátt í því, mitt markmið væri að hjálpa manneskju sem ég þekki (ef ég þekki einhverja manneskju sem ég vil hlaupa fyrir og ef ég vil hlaupa yfir höfuð).
Spurningin er: hvort væri ég að gera stærri hlut ef ég safnaði fyrir góðgerðarfyrirtæki eða persónulegan kunningja? Hlutfallslega? Áttaru þig á þessum líkindum sem ég er að reyna að tala um?
Bæði er auðvitað betra en ég er að velta fyrir mér hlutfalls-líkindum, hvort mundi gera meira? Fyrir fleiri?? Ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta eins og ég er að hugsa um þetta.