Færsluflokkur: Ferðalög

Dagur 3 í noregi

Í gær fórum við Kormákur og Freyja út að labba með Dómínó. Það var svo gott veður að ég ákvað að hafa Kormák í sandala en það stöðvaði hann ekki í að hoppa í alla polla sem hann fann og vel og mikið í hverjum polli svo hann varð gegnvotur upp að hnjám, sem er ekki svo hátt frá tánum. Við komum við á leikskóla sem er hérna rétt fyrir ofan húsið en þar var stærsti og dýpsti pollurinn. Það var ekki auðvelt að fá hann upp úr þeim polli nema ef ég lofaði að koma með honum í bíltúr í rútunni sem var hálfgrafin niður í jörðina. 

Allt í einu, alveg uppúr þurru öskraði Kormákur eins og eitthvað hefði pitið hann í rassinn en ég fann engin merki um nokkurs konar flugnabit. Þá fórum við beina leið heim og skoluðum tásurnar.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá borðar Kormákur vel og hægðirnar eru bara til fyrirmyndar. 

Ég er komin með vott af hálsbólgu og tala í samræmi við það.  

Í kvöld koma Ævar og Rúna svo í dag verður tekið til og gert fínt sem ég ætti að vera duglegri að gera heima hjá mér.  Ætli ég bæti það ekki upp hérna og hagi mér þá eins og ég sé vel upp alin LoL.


Dagur 2 í Noregi

Við Kormákur fórum seint að sofa í gærkvöldi, enda langur dagur og mikið að gerast. Það var ekki að sjá að hann hafi verið neitt feiminn þegar hann kom enda var (og er) frábær hundur hér, hann Dómínó sem tók vel á móti okkur ásamt systrunum Freyju og Maríu. Thomas var hérna líka, kærasti Maríu.

Í morgun vaknaði strumpurinn kl 7 á norskum tíma og horfði á norskt barnaefni. Klukkan 11 á norskum tíma fengum við okkur lúr og um tvö (á norskum tíma) fórum við niður í Lilleström og splæstum í mjög einfalda kerru sem létti öllum lífið. Kormákur var mjög ánægður með pollana sem voru út um allt og hoppaði vel í alla sem hann sá, aftur og aftur, fram og til baka, eins hátt og hann gat svo það kæmi sem mest skvetta. Freyja fór með okkur til Lilleström en María þurfti að fara í skólann í fínum fötum. 

Við komum svo aftur heim um sjö* leitið í kvöld, þá fór Kormákur í bað, mjög skemmtilegt bað sem var að hans mati allt of stutt. Eftir baðið borðaði hann vel og sofnaði svo mjög fljótlega eftir að mamma hans reyndi að lesa um Ole Brumm á norsku. Það er Bangsímon.

Nú sitjum við Freyja í stofunni í sinni hvorri tölvunni og drekkum Vanilla Coca-Cola LoL 

 - Flugið gekk mjög vel og þjónustan var til fyrirmyndar. Ég reyndi að horfa á Die Hard á meðan Kormákur horfði á Ice Age en þrátt fyrir að myndin hafi bara verið rúmur klukkutími og flugið tveir þá náði ég ekki að klára myndina en Kormákur horfði á sína mynd rúmlega einu sinni.

- Engu að siður, ágætt flug með Icelandair nema loftið, það var pínu skrítið, ég veit ekki af hverju. 

*á norksum tíma 


Roskilde og Ítalía

Ég er aldrei heima. Vinkona mín hringir í mig á afmælisdaginn minn og spjallar smá þangað til ég fer að verða áhyggjufull yfir símreikninginum og segi henni að ég verði eiginlega að hætta að tala því ég sé í belgíu. Allt í lagi, nokkru seinna hittir þessi sama vinkona mín, móður mína og hún segir vinkonu minni að ég sé á Hróaskeldu og það kemur vinkonu minni ekki á óvart nema hvað, sunnudag eftir roskilde, hringir sama vinkona mín í mig og biður mig að koma í sund, en ég segist vera á ströndinni á Ítalíu!

 Hróaskelda var snilld fyrir utan að ég missti af IN FLAMES!!!!!!!!! og það var allt mígandi leðjukennt og blautt og vindað en ég þraukaði, fór svo í köben, hékk með fólki og svo skellti ég mér til ítalíu fyrir viku og kom núna á aðfaranótt miðvikudags. Rosalegur hiti og rakt loft og við gengum allt of mikið að mínu mati. Þegar við vorum búin að ganga og ganga bara í þeim tilgangi að ganga bara... að mínu mati, þá máttum við gera það sem við vildum og þá var ég aldrei tilbúin að fara að sjoppast með Sóley! Fyrir utan það að mér finnst ekki gaman að sjoppast.

Vatikanið var ekki eitthvað sem ég hafði ánægju af en cólusíumið var betra. Ef ég hefði haft meiri tíma þá hefði ég vilja skoða það betur og jú ég mundi vilja sjá Vatikanið betur, helst þegar ég er bara ein í Vatikaninu. Það var of mikið af fólki þarna. Kristin trú er eitthvað að pirra mig þessa dagana. Ég þarf eitthvað að skoða hana betur.

Takk


Hún Á eyjuna!

Jæja, ég stalst til að kíkja á Hressó á föstudaginn seinasta og það var bara svona líka óeðlilega skemmtilegt! Seinnipartur kvöldsins var samt betri þó hljómsveitin hafi alveg gert það gott. Tek það fram, hljómsveitin Touch var að spila og Dalton tók eitt lag! Alveg óvart. Tilviljanakennt. Jæja, þarna var ungur maður sem leitar að miða á hróarskeldu! Það á víst að vera uppselt! Jæja... ég veit ekki hvort ég sé tilbúin að selja miðann minn en ég hef númerið hans. 

Föstudagurinn var svo skemmtilegur að ég ákvað að vera lengur og svo aðeins lengur og svo bara komst ég að því að ég hafði ekkert far heim. Jæja, ég bara beið þarna, spjallaði við Hadda og félaga. Kynntist ágætum og vel myndarlegum manni sem ber nafnið Pétur að svo mig minnir! Hann spurði hvort hann mætti hringja í mig ef hann vantaði góða hugmynd fyrir auglýsingu eða teiknara! Víííí! Ég teiknaði tribal tattoo á alla, eða næstum og einn maður bað mig að teikna mynd fyrir sig (tribal tattoo) sem hann ætlaði að selja, fyrir mig! Það eru allir að segja mér að selja afrakstur heppninnar minnar! Ég ætti kannski að byrja að hafa aðeins meiri trú á sjálfri mér varðandi þennan svokallaðn "hæfileika". Ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan var farin að ganga 9 og svo vakti pabbi mig klukkan 9 og við fórum á Stykkishólm. Mikið djöfull var ég hress! Pabbi var allavega hissa. Gunna vinkona pabba kom með og litla besta systir mín og hundurinn hennar og okkar pabba. Mikið fjör, mikið að gera.

Þegar við komum á Stykkishólm hittum við fólk sem pabbi þekkir, það var þar fyrir tilviljun, eða við vissum ekki að þau væru þar og við spjölluðum vel og lengi á meðan við Sóley lágum í dúnúlpum og ullarfötum í sólbaði. Pabbi var ekki lengi að heilla litla barnanarnið þarna, sem vildi alls ekki að pabbi færi! Þá fórum við í siglingu með skipinu Særún. Þar prufaði ég að éta skelfisk, sæbroddgölt (man ekki hvað það hét) og lunda! Ég fékk svakalega samvisku! En vá, rosalega bragðgott samt! Því miður! Eftir siglinguna fórum við á litlum spíttbáti, held ég, út í eyju, kölluð Flatey, sem frænka Gunnu á. Hún Á!!! eyjuna! Mér finnst það svakalegt en hún er ekkert úber dúber stór! Þannig séð! Einn bústaður með sólarrafmagni sem við notuðum ekki og tank af rigningavatni til að sturta niður úr klósettinu. Þar átum við nammi og kjöt af bestu list en sváfum samt ferlega mikið! Pabbi og Gunna töluðu um það hvernig þau fyndu fyrir þreytunni streyma út úr líkamanum eins og þau væru í einskonar hreinsun. Jæja, mér finnst ég ekki ná að orða þetta nógu vel, eiginlega bara ekkert vel og Sóley er að bíða eftir mér! Ætlum að sofna yfir Titanic! Verí næs!

Segi meira á morgun eða ekki... túrilú... 


Eintóm hundaheppni

Loksins er ég komin til Brussel. Þetta hefur ekki beint verið minn tími. Stoðboginn sem er fyrir aftan efriframtennurnar til að halda þeim, losnaði á mánudagskvöldið og stakkst í mig svo við pabbi tókum hann alveg úr! Enda ekkert gagn að hafa vír sem gatar á mér tunguna og gerir mér lífið leitt. Jæja, svona næstum allt í lagi með það nema að tennurnar eru byrjaðar að skekkjast og losna en ég verð ekki hérna lengur en í tólf daga. Hvað um það, sama kvöld, eftir að ég var búin að horfa á "man og the year" myndina með Robin Williams, áttaði ég mig á því að ég vissi ekki nógu nákvæmt hvar vegabréfið mitt var! Ég gerði dauðaleit í herberginu mínu en gafst upp á endanum því ég var farin að leita á sömu stöðunum aftur og aftur. Ég var orðin svo upptrekt við leitina að ég gat ekki sofnað. Fór aðeins á msn og sagði við Heiðdísi að ég kæmist ekki til Brussel á morgun (þriðjudaginn í gær) því ég fyndi ekki vegabréfið. Sú varð reið. Hún var ekki að samþykkja það að ég væri ekki að koma þar sem hún var búin að telja dagana síðan hún fór frá Íslandi liggur við. Jæja, ég gantaðist í henni svolítið til að bæta dag minn og jeminn eini það var hressandi að segja svo "FYRSTI MAÍ!!!". Jæja ég fékk tvínota vegabréf á flugvöllinum sem kostaði 8000 krónur en með gullfallegri mynd af mér nývaknaðri með rautt hár. Jæja allt gekk eins og í sögu þar til ég kom að lestarstöðinni. GOSH hvað taskan mín var þung!!! Jæja ég keypti miða í lestina fram og til baka og fór á platform 2 eins og mér var sagt og beið í næstum klukkutíma eftir lestinni sem kom aldrei. Ég fór aftur upp með ÞUNGU tökuna mína og spurði Information hvert ég ætti að fara. Góða konan sagði mér að fara á platform 4 og bíða eftir lest sem kæmi 15:42, sem sagt annar klukkutími. Þar sem taskan mín var SVO þung ákvað ég að vera ekki að rápa í búðir til að drepa tímann heldur setjast niður á lestarstöð, horfa á skrítna fólkið og hlusta á Bubba. Viti menn, tíminn leið! Ég fór í lestina og þar er önnur saga. Ég hitt fullt af fólki. Flestir reyndur eitthvað að tala við mig en þar sem ég var með headphones heyrði ég ekkert og hefði hvort eð er ekkert skilið svo ég notaði bara hendurnar og brosti.

Lestin tóm rétt tæplega 3 tíma þar sem ég bara sat, horfði á skrítna fólkið og hlustaði á Bubba. Bubbi er góður! Jæja loksins var ég komin á Brussel-Noord. Ég fór út úr lestinni, elti skrítna fólkið upp og niður stiga þar til ég fann loksins útganginn. Ég fór þangað út og beið. Á meðan ég beið, ákvað ég að labba frá töskunum mínum og horfa í aðrar áttir og bíða eftir því að einhver gerði tilraun til ráns. Þarna var ég heppin. Ég leit við, sá strákinn sem var mjög ungur á að líta, ég hugsaði með mér, hvað er hann að gera fyrir aftan mig? hann hlýtur að vera að bíða eftir einhverjum. Jæja, ekki bannað að vera þarna og ég leit við, svo ætlaði ég að færa veskið mitt nær mér til að passa peningabudduna mína en þá var hún horfin. Aumingja strákurinn átti engan pening og neyddist til að ræna af mér dýrmætu buddunni minni. Jæja, ég veit ekkert hvort hann hafi veirð ríkur eða fátækur, leit ekkert út fyrir að vera fátækur. Þetta var sjokk! Ókei, 100 evrur. Minnsta málið, en myndin af pabba! Afsláttakortið mitt! Nafnspjöldin mín! Skiptimiðarnir mínir! Indlönsku krónurnar mínar! Gamla depetkorið mitt sem var með mynd af englinum! Allt horfið! Svo fann ég þessa buddu úti á djamminu í bænum á Íslandi og eina buddan sem ég virkilega var ánægð með.

Jæja, þýðir ekki að vola. Skítur skeður og ég lærði af þessu. Ekki láta þjófa fá budduna sína! Nú er ég komin til Brussel og sit ég hér við tölvuna hennar Heiðdísar og bíð eftir því að hún klári skólann svo við getum farið að gera æfingar og talað saman. Hún ætlar að taka mig í prógram. Hana langar svo að verða þjálfari.

Í dag fer ég að kjósa og er ég ekki ákveðin hvað ég ætla að kjósa! Urgh! Ég vil ekki gera mistök en ég kemst væntalega ekki hjá því!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband