3 + 2 = 7 ?!?

Ég tók bóklega bílprófið í dag og féll! Var reyndar ekkert sár þar sem ég ímyndaði mér allhressilega að ég mundi falla. Og margar spurningar sem ég vissi bara alls ekki svörin við! Spurningin sem felldi mig er svo hljóðandi: 

Við gula óbrotna línu er bannað að:

a. bakka bifreið

b. stöðva bifreið

c. leggja bifreið

ég man að ég krossaði bið b og c en aðeins c var rétt samt fékk ég tvær villur! Ég ætla að hringja í Frumherja á morgun og athuga hvort ég sé að fara rétt með mál. Vegna þess að ef ég hefði skráð bara b þá hefði ég átt að fá tvær villur en ég man skýrt og greinilega að ég merkti við bæði! Ég vissi vel að það mætti ekki leggja bíl þar og ég var ekki viss með hvort mætti  stöðva bíl þar. Ég ruglast ROSALEGA á þessum línum, gulum línum, hvítum línum, gulum brotnum línum, hvítum heilum og brotnum og hálfbrotnum og hvað er að stöðva og hvað er að stansa og vá! þetta eru svo allt of svipuð orð! Þó ég ruglist á orðunum ruglast ég ekki í raunveruleikanum! *galli á þessu prófi*! Ég vona innilega að ég hafi rétt fyrir mér hér og að ég sé ekki að misskilja neitt þó það séu miklu meiri líkur á því þar sem prófdómarinn sagði aftur og aftur "ertu viss um að þú sért sátt við þetta svar?". Ef þetta er misskilingur, saklaus ADD misskilingur þá tek ég prófið næst miðvikudaginn 5. sept, afmælisdag Gínu. Og í tilefni þess dags mun ég NÁ prófinu!!!

Takk fyrir mig!

p.s. keila var ÆÐISLEG í kvöld!!!LoL ég hef aldrei skemmt mér svona vel í keilu áður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

B er rétt svar :   Gul óbrotin lína (N51 ) á eða meðfram brún akbrautar afmarkar nánar bann við því að ökutæki sé stöðvað þar.

http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/yfirbordsm_reglugerdarakvaedi.html

Kári Harðarson, 4.9.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: svavs

ég veit, það var önnur spurning sem felldi mig!! Darn en ég tek prófið aftur á morgun! Luck!!!

svavs, 4.9.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband