Dagur 2 í Noregi

Við Kormákur fórum seint að sofa í gærkvöldi, enda langur dagur og mikið að gerast. Það var ekki að sjá að hann hafi verið neitt feiminn þegar hann kom enda var (og er) frábær hundur hér, hann Dómínó sem tók vel á móti okkur ásamt systrunum Freyju og Maríu. Thomas var hérna líka, kærasti Maríu.

Í morgun vaknaði strumpurinn kl 7 á norskum tíma og horfði á norskt barnaefni. Klukkan 11 á norskum tíma fengum við okkur lúr og um tvö (á norskum tíma) fórum við niður í Lilleström og splæstum í mjög einfalda kerru sem létti öllum lífið. Kormákur var mjög ánægður með pollana sem voru út um allt og hoppaði vel í alla sem hann sá, aftur og aftur, fram og til baka, eins hátt og hann gat svo það kæmi sem mest skvetta. Freyja fór með okkur til Lilleström en María þurfti að fara í skólann í fínum fötum. 

Við komum svo aftur heim um sjö* leitið í kvöld, þá fór Kormákur í bað, mjög skemmtilegt bað sem var að hans mati allt of stutt. Eftir baðið borðaði hann vel og sofnaði svo mjög fljótlega eftir að mamma hans reyndi að lesa um Ole Brumm á norsku. Það er Bangsímon.

Nú sitjum við Freyja í stofunni í sinni hvorri tölvunni og drekkum Vanilla Coca-Cola LoL 

 - Flugið gekk mjög vel og þjónustan var til fyrirmyndar. Ég reyndi að horfa á Die Hard á meðan Kormákur horfði á Ice Age en þrátt fyrir að myndin hafi bara verið rúmur klukkutími og flugið tveir þá náði ég ekki að klára myndina en Kormákur horfði á sína mynd rúmlega einu sinni.

- Engu að siður, ágætt flug með Icelandair nema loftið, það var pínu skrítið, ég veit ekki af hverju. 

*á norksum tíma 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband