Hvar ætli ég hafi fengið þetta kæruleysi

dog passportEins mikill hænuhaus og ég er, ákvað ég að horfa á bíómynd með Robin Williams, man of the year, sem var pretty góð og setti ég hana beint á óskalistann minn í afmælisgjöf. Hvað um það, alla myndina hugsaði ég EKKERT um vegabréfið en ÞEGAR ég hugsaði um það var það týnt. Já ókei, það VAR týnt þegar ég hugsaði ekki um það en ég áttaði mig sem sagt á því að það væri týnt, eða allavega nógu týnt til að ég gæti ekki fundið það nógu snemma til að geta notað það á morgun svo ég komist heil til Belgíu. Pabbi minn elskulegi reddaði þessu nú með því að hringja eitt símtal og komst að því að það var víst hægt að fá nýtt vegabréf klukkan 6 á morgnana og flugvélin mín fór 7:55. Ég varð bara að hlaupa á undan bílnum hans pabba til að biðja flugvélina að hinkra smá eftir að pabbi komi með föggurnar mínar í bílnum. Svo skransaði hann og tók handbremsubegjur í gegnum grindverkin og þurfti alveg að nota hvern einasta vöðva og hverja einustu taug í heilahvelinu sínu til að keyra ekki á neinn saklausann flugvallarvinnumann. Að sjálfsögðu komst pabbi framhjá þessum litlu mönnum án þess að svitna einu sinni, eða tvisvar. Djók. Svo var flugmaðurinn óþolinmóður og "samkvæmt bókunum" týpa og lagði af stað þrátt fyrir það að ég bað hann vinsamlegast um að hinkra í sirka 13 mínútur. Ég var þarna í flugvéladyrunum á meðan pabbi setur á sjálfstýringabúnaðinn og lyftir sér upp með töskuna mína. Ónei! lyftarinn í bílstjórasætinu á christler 3001 sem pabbi fékk lánaðann hjá bandaríkjunum náði ekki nógu hátt upp svo hann varð að standa á tám og henda til mín töskunni sem ég greip með naumindum. Sæti flugfreyjumaðurinn greip töskuna með mér. Mikið er hann myndarlegur. Ég er að meina pabbi sko! Flugfreyjustrákurinn var bara sætur!

Allt fór vel að lokum fyrir utan að vegabréfið mitt var útrunnið en það fattaðist ekki fyrr en við vorum komin. Myndin hafði eitthvað afmyndast í ljósinu. Hvaða ljósi? Veit ekki en who cares? Þetta er bara bullsaga svona rétt áður en ég halla mér í nokkrar mínútur áður en ég þarf að vakna aftur.

Góða ferð Svava og til hamingju með afmælið :Þ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband