Færsluflokkur: Menntun og skóli

Mánuður í próf

stress1Í dag er það Völuspá og söguritgerð um heimsendispár á 18. öld!Fyrsta prófið byrjar miðvikudaginn 4. maí!

Kormákur er í pössun á daginn hjá Elínu föðursystur hans og er ég óendanlega þakklát fyrir þann stuðning!


Vika 1 dagur 5

Í dag er lokadagurinn í 5daga áætlun minni og það hefur gengið vel. The Collector hefur næstum náð svo sterkum tökum á mér að ég á erfitt með að hætta að lesa hana til að lesa í einhverju öðru. Í dag er það saga, spænska, stærðfræði og íslenska og svo afmæli í kvöld!

Vika 1 dagur 4

Dagurinn í gær gekk ekki heldur alveg eins vel og ég vonaðist, ég náði ekki að lesa Völuspána og ég held að kvíði hafi verið stórt hlutverk í þeirri útkomu, ég kvíði fyrir því að byrja að lesa þetta vegna þess að það er tímafrekt og satt að segja finnst mér þessi íslenska ekki skemmtileg. Ég veit samt ekki hvort mér finnist Völuspáin leiðinleg því ég hef ekki lesið hana en ég óttast það.

Um leið og ég vaknaði í morgun fór ég strax að borðinu þar sem ég læri og byrjaði að lesa í The Collector, hún er svo spennandi. Hún er um strák á mínum aldri sem rænir draumastúlkunni sinni... ég segi meira frá því seinna.

Ég ætla ekki í hádegisjóga í dag og ekki heldur að ganga í skólann í kvöld.

Markmið dagsins:
15 bls í The Collector
1 klst í spænsku
4 kafla í Pride and Prejudice
2 kafla í sögu


Vika 1 dagur 3

Þessi dagur leggst vel í mig. Ég sofnaði seint því ég komst í svo mikið læristuð en svaf vel og mér líður einstaklega vel, það gerist stundum.

Markmið dagsins er að glósa 9.kaflann í landafræði, lesa meira í The Collector (allt að 30 blaðsíður), lesa spænsku í klukkutíma og stúdera Völuspána. Ef ég næ þessu öllu er ég einu skrefi nær því að mega fara á tónleika á föstudaginn. EN, einungis ef ég næ líka markmiðinu á morgun sem ég set mér þá og því sem ég set mér á föstudaginnTounge

Sjáum nú hvort ég standi við dagsplanið... 


Vika 1 dagur 2

Þessi dagur gekk ekki eins vel og í gær, hann gekk ekki eins vel og ég ætlaði mér en hann gekk þó og ég gekk ansi mikið. Ég gekk útá nes og fór í hádegisjóga hjá Hauki sem er afskaplega þæginleg persóna, með þæginlega rödd. Ég gekk heim og tók það mig ekki nema 20 mínútur að labba hvora leiðina og á meðan hlustaði ég á Pride and Prejudice.

Ég las nokkra texta í spænsku og orðin sem ég man eftir eru: fuerza guerrillera(skæruliðaher), régimen(stjórn), joven(young), convirtió(bacame), cada(each), mes(mánuður) og antes(before). Ég læri spænskuna í gegnum ensku því málfræðin er svipuð, íslenska málfræðin flækist fyrir mér ef ég þýði spænskuna yfir á íslensku.

Ég gekk í skólann í dag eins og í gær en gekk betur að ganga í dag en í gær. Þessi ganga hefur haft róandi áhrif á mig svo ég hugsa að ég fari á bílnum á morgun, eða hinn.

Núna ætla ég að lesa 9. kafla í landafræði en hann er um 'Borgir, borgarumhverfi og skipulag' - spennandi! Þegar ég fer uppí rúm (sem ég hlakka til að gera) ætla ég að lesa í The Collector þangað til ég sofna en það er valbókin mín í ensku, ég á að skrifa ritgerð úr henni og skila 28. apríl.


"smá" auka

þessi færsla verður undantekningalaust bara með litlum stöfum út af alls engri ástæðu.

ég labbaði í skólann í dag og kom of seint en það var í lagi því ég vissi alveg hvað kennarinn var að tala um og fannst ekki þörf á frekari útskýringu en það sem ég man helst úr þeim áfanga sem ég lærði í dag (ég tek það fram að þetta er ekki það eina sem ég veit) er að hollendingar keyptu árið 1620 svæðið þar sem new york er núna. ég mundi ártalið því það minnti mig á afmælisdag bróður míns, ja með smávægilegum færslum á tölustöfunum.

ég fékk að frétta það í skólanum í kvöld frá elskulega íslenskukennaranum mínum að ég ætti EKKI að lesa sturlungasögu og þar af leiðandi ekki íslendingasögu og ekki haukdælasögu eða neitt af því sem ég hef verið að lesa og glósa vel undanfarna daga!!! kennarinn bara GLEYMDI að nefna það og eða taka það út af leslistanum!! ég er ógeðslega ánægð með að hafa ekki verið búin að lesa meira en ég var búin að lesa...

ég labbaði heim úr skólanum og varð gegnvot í fæturnar en heima beið mín dírindis/dýrindis (Berglind???) brainfood = fiskur, laukur og kartöflur með tilheyrandi grænmeti, það bjargaði deginum.


Vika 1 dagur 1

Í gær gerði ég mér plan fyrir þessa viku, eða fram á föstudag. Þetta plan er stíft og þungt og má nánast ekkert út af bera því þá þarf ég að nota hádegið til að bæta það upp. Ég vaknaði samviskusamlega klukkan átta í morgun, fékk mér seríos og byrjaði að læra. Fyrst las ég nokkrar blaðsíður úr Íslandssögu svo kláraði ég 1/3 af verkefni í ensku og núna var ég að enda við að klára glósur úr landafræði. Athyglin hefur haldist allan tíman við efnið en ég finn mjög vel fyrir því að ég þurfi að standa aðeins upp, jafnvel fá mér stuttan göngutúr í kringum húsið en ég kvíði því ekki að byrja að læra aftur eftir hádegismatinn. Ég mundi segja að ég hlakki frekar til þess vegna þess að það gengur svo ótrúlega vel.

Ákvað að láta "aðdáendur" mína vita :]

Markmið: Stúdent 21. maí!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband