Miðvikudagur, 12. desember 2007
Og fuglinn flýgur burt...
... með fylgifiski sínum til Englands. Bed & breakfast guesthous á von á þeim í Paignton og allir hlakka til nema jólafuglarnir í gamla hreiðrinu. Hver veit hvað gerist? Enginn ætti að þurfa að hafa áhyggjur. Út af hverju að hafa áhyggjur, hvað gæti gerst? Litlir fuglar eru forvitnir og vitlausir, þeir sem eru þrjóskir verða pirraðir á hraðahindrunum. Svo er mér sagt allan vegnað.
Fuglinn heldur áfram að fljúga sína braut og hlakkar bara til jólanna. Hvað er að ske? Hann veltir því fyrir sér hvernig jólin hans munu verða. Tekur hann þátt í þeim eða sest hann á einhvern fuglabar og sóar þeim? Fær hann sér langan langan fuglagöngutúr meðfram sjónum, einn með sjálfum sér og hugsar "what a wonderful world"? Kannski fer hann í leiki með öðrum fuglum, hide and seek...
Vangaveltur: Hverjum er hægt að treysta? Er hægt að vita það með fullri vissu hverjum er hægt að treysta og hverjum ekki? Á ég að "vita" það að ég geti treyst til dæmis foreldrum mínum? Get ég það? Besta vini? Bestu vinkonu? Einhverntíman hljóta þau að bregðast manni ekki rétt? Getur maður treyst sjálfum sér? Oftast held ég, sumir geta það ekki. Get ég treyst sjálfri mér? Ætti ég eitthvað að reyna á það? Já, veistu? Ég held bara að ég geti ekki treyst neinum betur en mér sjálfri eins og líf mitt er í dag. Ég treysti jú öðrum, en engum betur en sjálfri mér. Er það sjálfselska, egó eða bara allt í lagi?
...af hverju allar þessar spurningar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.