Mánudagur, 10. desember 2007
Sá tími kemur...
... að fuglinn vilji fljúga úr hreiðrinu. Ég þekki einn unga með fjaðrir í maganum sem vilja komast út. Það er ekkert auðvelt en það á ekki að vera auðvelt. Litli unginn dettur til jarðar oftar en einu sinni en neitar að fara aftur í hreiðrið og því finnur hann sér annað hreiður, dettur úr því og finnur sér annað hreiður og þannig gengur það þar til hann finnur sér litla holu í jörðinni og legst í dvala þar til hann fer inní annað líf.
Krakkar fara út, að gera ekkert, fólk fer til útlanda að gera ekkert og fólk upplifir tilfinningar sem það hélt að það ætti ekki til og oftast veit það ekkert hvað það á að gera og talar því við allt og alla til að fá ráð við öllu og engu en fær í raun ekkert út úr neinu... eins og lífið vilji ekki að maður fái neitt úr neinu, þess vegna held ég að það sé sniðugt, ef ekki nauðsynlegt, að taka af skarið og bara "just do it" eins og ég, ekki að ég sé besta fyrirmynd neins, þá keypti ég mer one way ticket til englands með ekkert plan. Það var reyndar ekki planið, ég er byrjuð að leita að gististað en ég veit ekki hvenar ég kem til baka og ég vona reyndar að ég komi sem fyrst til baka því af einhverjum fáránlega hálvitalegum ástæðum ákvað lífið að kynna mér fyrir yfirnáttúrulega bestu manneskju í heimi (fyrir utan alla sem eru skildir mér) sem þýðir að lífið vill ekki að ég fari út... EN, ég ætla að fara og sjá hvað setur. Kem svo aftur til þessarra manneskju.
Þó að litli unginn hundsi stóru fuglaforeldra sína og láti eins og honum sé alveg sama um þá, þá þarf það ekki að vera þannig, stóru fuglaforeldrarnir mega alveg "let lose" og treysta litla unganum. Hann verður að fá að skrifa bókina sína sjálfur...
Ákveðin lífvera á það til að hafa þannig áhrif á mig að mér finnst tíminn stöðvast, ég finn ekki fyrir tímanum og mér finnst eins og allt í líkamanum stoppi nema hjartað, hver fruma og hvert líffæri og allar tilfinningarnar bara blandast í eitt og springa og ég opna augun, nei sko, ég er bara í rauðum fötum! Hvað er að ske...
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.