Föstudagur, 31. ágúst 2007
framtíðarplön
Nú vinn ég á hrafnistu á næturvakt, það er fínt fyrir utan að ég kvíði alltaf fyrir að fara í vinnuna og það er ekki þæginlegt né gaman. Jæja skítur skeður! Lífið er ekki auðvelt. Ég skráði mig í FÁ á nuddbrautina, ég tek heilar 9 einingar og þykist vera rosalega stolt af mér. Ég skráði mig í sálfræði 103 og heilbrigðisfræði 103, nú eru komnar 6 einingar og svo í tvo íþróttaáfanga. Þar sem ég þarf að mæta 6x í viku í ræktina. Ég get mætt á morgnana með pabba og púlað mig í gegn og mætt svo seinnipartinn og synt eða slakað á í pottinum, þá er ég komin með tvisvar á dag og þarf því ekki að mæta 6 daga vikunnar. Ég verð að geta farið úr bænum eða slakað á eina helgi. En ef ég svindla á kerfinu þá er ég bara að svindla á mér, skólanum er þannig séð alveg sama um mína heilsu. Þó skólinn vilji mér ekkert illt. Ég vil alls ekki móðga neinn. Jæja svo er bílpróf á næsta leiti og ég get ekki beðið eftir því að mega keyra!!!!
Það er málverkasýning eftir mig á Bifreiðasölunni, Tangarhöfða 2 Allir að kíkja á það!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Tengillinn vísar í stjórnborðið þitt.
Berglind Steinsdóttir, 31.8.2007 kl. 20:23
HAHAHAHAHAHAHA rosalega er ég tæknilega vanþroskuð!!! iss iss iss
svavs, 2.9.2007 kl. 23:33
Mikið væri gaman að sjá myndirnar hér sem þú ert að sýna..af því að það er frekar langt að fara skiluru??? Og ég hef áhuga á að skoða þær.....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 20:12
hehe ég er svo mikill tölvulúði! ég kann ekkert á tölvur, en ef ég gæti fengið einhvern til að hjálpa mér að setja myndirnar inn þá geri ég það =)
svavs, 4.9.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.