Laugardagur, 4. ágúst 2007
Hvor fer í fangelsi? eða hver fær refsinguna?
Ef hundurinn minn mundi drepa manneskju, færi ég þá í fangelsi því ég er eigandinn eða verður hundurinn tekinn, líflátinn eða tekinn í burtu. Varla geta litlit hvolpar drepið manneskju, nema þeir séu mjög margir eða ROSALEGA stórir og ef þeir eru fullvaxnir þá er erfitt að kenna þeim, eins og málsháttur eða fræg setning segir "erfitt er að kenna gömlum hundum að setjast!" - Afsakið Berglind, ég man bara ekki hvernig málshátturinn er! Ég skammast mín. Samt ekki nógu mikið til að sleppa því að skrifa þetta!!!!
Lék Ving Rhames ekki í Green Mile? Hét hún ekki Green Mile? Með "Life is like a box of cocolate, u'll never know what u get" manninum. Hvað hét hann? Tom Hanks. Já, ég er að spá í að halda áfram að hugsa bara sjálf og hætta að skrifa ALLT sem ég hugsa!
túrilú
Hundar Ving Rhames taldir hafa drepið mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Nei, það var Michael Clark Duncan sem lék í Green Mile.
Jóhann, 4.8.2007 kl. 11:50
Nei hann mun ekki fara í fangelsi, þar sem sá látni hafði atvinnu af hundahaldinu. Þetta er nákvæmlega eins og ef maður sem vann við virkjanagerð og hann lést við störf sín vegna einhvers ófyrirséðs atburðar. Hundarnir aftur á móti verða sennilega allir drepnir vegna þessa. Það gilda sömu reglur í Bandaríkjunum og hér á Íslandi með slíkt.
Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:24
Já, það skeikaði ekki miklu. Smávafi er aldrei ástæða til að láta ekki reyna á, Svavs frænka:
Erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja. (Ef maður hefur ekki alið hundinn almennilega upp, hmm Braski?, verður erfitt að kenna honum sjálfsögðustu hluti þegar hann er búinn að venja sig á ósiði og að gera ekki eins og honum er sagt.)
Efni pistilsins fór alveg framhjá mér ...
Berglind Steinsdóttir, 5.8.2007 kl. 10:59
váts, mér líður eins og hálvita eftir að hafa lesið þessi komment, en það þýðir eitt, ég hlýt að vera að þroskast ... eða hvað?
svavs, 7.8.2007 kl. 00:52
ég vissi alveg að þessi setning væri úr forest gump! en ég meina, tom hanks var í forest gump og green mile, ég ruglaðist
"Life is like a box of cocolate, u'll never know what u get"
svavs, 7.8.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.