Mánudagur, 2. júlí 2007
Roskilde
Jæja, Roskilde á morgun og ég þarf að fara að sofa! Roskilde á að vera ógeðslega skemmtilegur tími í lífi mínu og seint gleymdur, ef ekki aldrei! Auðvitað mun ég sakna Braska og fleira fólks! En þegar ég kem heim 17. júlí ætla ég að knúsa alla sem ég þekki í klessu, ja, nema nokkra, they know what they did!!! (drawn together, fan) Ég er að grínast. Mín fer með lest til Þýskalands þann 9. júlí og þaðan fer hún svo til Ítalíu til að hitta skemmtilegt fólk.
Ég hef verið að hugsa um að safna hárum undir höndunum og á fótunum og annarss staðar, sem sést ekki til að mér verði síður nauðgað, góð hugmynd? Já, eða líka til að enginn sé að reyna neitt við mig, hvokri skakkir né fullir einstaklingar! Móðir mín er að sjálfsöðgu að farast út áhyggjum en aldrei þessu vant er pabbi líka með áhyggjur og hann er ekkert að reyna að fera þær neitt! Þetta hlítur að vera alveg skelfileg hátíð! Ég vona það besta og aldrei að vita nema ég verði heppin!
Skítur skeður, þetta reddast!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.