Föstudagur, 29. júní 2007
Blogg... (pössun)
... ég veit aldrei hvað ég á að blogga um en mig langar það samt af einhverjum fáránlegum ástæðum svo ég ákvað að skrifa bara þetta...
(er reyndar hjá Önnu Dögg og Bödda og mér líður rosalega vel hér, alveg rooooosalega. Emilía vildi alla ekki mjólkina sína fyrir svefn svo ég strauk magann á henni og bakið til skiptis þar til hún sofnaði. Hún var í alveg rosalega miklu stuði og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, hvernig ég ætti að róa hana niður, sama hvað ég reyndi hún fór bara að vola þar til ég fór að strjúka henni á bakinu, ég tók eftir því að hún róaðist og svo gelti Braski á köttinn og hún spenntist alveg upp. Ég tók Braska uppí sófa til að róa hann líka og strauk Emilíu á maganum og hún róaðist samstundis. Þvílík upplifun. Það er bara engu líkt að sjá hana sofa. "She's lika an angel!" eins og sagt er, í bíómyndum, enskum, amerískum... Böddi á afmæli í dag og þeim langaði að fara eitthvað út, teitið á Hressó er víst ekki nóg, sem er á morgun, lol. Ég hlakka til að sjá svipinn á Bödda þegar hann fær gjöfina frá mér! Já og bara smettið á öllu liðinu! Pabbi var ekki sáttur að ég skildi ekki kalla á þau heim til að ég þyrfti ekki að sofa í sófanum út af bakinu. Það er best fyrir mig að sofa í rúminu mínu. Hann mundi eflaust hneikslast "í gríni" yfir því að ég hef haft skjáeinn opinn í allt kvöld. EN... ég vil passa lengur og ég vil horfa á skjáeinn og ætla mér ekki að láta neinn hafa áhryf á það! Tekist á við meðvirkni. Ég veit að hann er bara að hugsa um mína heilsu. Takk)
*jæja tókst að blogga smá!*
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk sömuleiðis.
valborg (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.