Mánudagur, 25. júní 2007
Hún Á eyjuna!
Jæja, ég stalst til að kíkja á Hressó á föstudaginn seinasta og það var bara svona líka óeðlilega skemmtilegt! Seinnipartur kvöldsins var samt betri þó hljómsveitin hafi alveg gert það gott. Tek það fram, hljómsveitin Touch var að spila og Dalton tók eitt lag! Alveg óvart. Tilviljanakennt. Jæja, þarna var ungur maður sem leitar að miða á hróarskeldu! Það á víst að vera uppselt! Jæja... ég veit ekki hvort ég sé tilbúin að selja miðann minn en ég hef númerið hans.
Föstudagurinn var svo skemmtilegur að ég ákvað að vera lengur og svo aðeins lengur og svo bara komst ég að því að ég hafði ekkert far heim. Jæja, ég bara beið þarna, spjallaði við Hadda og félaga. Kynntist ágætum og vel myndarlegum manni sem ber nafnið Pétur að svo mig minnir! Hann spurði hvort hann mætti hringja í mig ef hann vantaði góða hugmynd fyrir auglýsingu eða teiknara! Víííí! Ég teiknaði tribal tattoo á alla, eða næstum og einn maður bað mig að teikna mynd fyrir sig (tribal tattoo) sem hann ætlaði að selja, fyrir mig! Það eru allir að segja mér að selja afrakstur heppninnar minnar! Ég ætti kannski að byrja að hafa aðeins meiri trú á sjálfri mér varðandi þennan svokallaðn "hæfileika". Ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan var farin að ganga 9 og svo vakti pabbi mig klukkan 9 og við fórum á Stykkishólm. Mikið djöfull var ég hress! Pabbi var allavega hissa. Gunna vinkona pabba kom með og litla besta systir mín og hundurinn hennar og okkar pabba. Mikið fjör, mikið að gera.
Þegar við komum á Stykkishólm hittum við fólk sem pabbi þekkir, það var þar fyrir tilviljun, eða við vissum ekki að þau væru þar og við spjölluðum vel og lengi á meðan við Sóley lágum í dúnúlpum og ullarfötum í sólbaði. Pabbi var ekki lengi að heilla litla barnanarnið þarna, sem vildi alls ekki að pabbi færi! Þá fórum við í siglingu með skipinu Særún. Þar prufaði ég að éta skelfisk, sæbroddgölt (man ekki hvað það hét) og lunda! Ég fékk svakalega samvisku! En vá, rosalega bragðgott samt! Því miður! Eftir siglinguna fórum við á litlum spíttbáti, held ég, út í eyju, kölluð Flatey, sem frænka Gunnu á. Hún Á!!! eyjuna! Mér finnst það svakalegt en hún er ekkert úber dúber stór! Þannig séð! Einn bústaður með sólarrafmagni sem við notuðum ekki og tank af rigningavatni til að sturta niður úr klósettinu. Þar átum við nammi og kjöt af bestu list en sváfum samt ferlega mikið! Pabbi og Gunna töluðu um það hvernig þau fyndu fyrir þreytunni streyma út úr líkamanum eins og þau væru í einskonar hreinsun. Jæja, mér finnst ég ekki ná að orða þetta nógu vel, eiginlega bara ekkert vel og Sóley er að bíða eftir mér! Ætlum að sofna yfir Titanic! Verí næs!
Segi meira á morgun eða ekki... túrilú...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.