Kynlíf án fullnægingar!

HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart

Sko, af eigin raun er kynlíf meira og betra en bara fullnæging. Jújú, fullænging er fín en tilfinningin að vera með manneskju, af holdi og blóði sem elskar þig tilfinningalega og jú líkamlega líka er óyfirstíganleg. Hvernig á ég að orða þetta? "óyfirstíganleg" er kannski ekki rétta orðið. Það er vætnanlega ekki hægt að orða þetta neitt betur eða verr ein eitthvað annað, eða einhvernvegin öðruvísi. Mér finnst persónulega tilfinningin ást miklu betri en tilfinningin fullnæging. 

Ég hef mikinn áhuga á samskiptum, tilfinningum og líffræðilegum örsökum (bleh, veit ekki hvernig ég get orðað þetta) og ég rakst á þessa "grein". Grein, ekki grein. Hvað sem þetta er þá er ég sammála þessu. Ég hef allt of oft einbeitt mér að því að fá fullnægingu, eins og það sé markmiðið. Ég gleymdi því að....., sko ókei, kannski ferlega opinskátt að tala um svona á bloggtantric-sex-positionsinu en ég meina, ég veit ég er ekki ein um þetta og ég skammast mín ekkert. Þegar manneskja er að hömpast á hverri annarri, þá helf ég að markmiðið sé ekki að hamast og hamast og svitna og púla og gera erfitt fyrir með því að skipta um stellingar því það er sagt að fjölbreytileiki sé góður en aldrei fær konan fullnægingu. Hvað er að? Konur eiga erfiðara með að fá fullnægingu. Ósangjarnt? Já, kannski að vissu leiti en svona er þetta og það sem ég gerði og finnst vera snilldar ráð, það er að njóta þess bara að vera með manneskjunni. Njóta augnabliksins. Það endist lengur. Strákurinn reynir að hægja á sér og gera allt til að hann fái það ekki strax svo ég geti fengið það en mér er sama. Bara það að vera með manneskjunni, hvort sem það er í einhverjum "leik" eða bara kúr. Ástin er mögnuð. Eða vináttan ef tilfellið er svo.

 

hér er greinin :

 HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart

"Erfitt að fá fullnægingu?
Spurning:
Hæ hæ... Ég veit að þið eruð búin að fá ábyggilega margar spurningar um þetta vandarmál. Það er nefninlega þetta skemmtilega fullnægingarvandamál! Við kærastinn minn erum búin að vera saman í nokkra mánuði og ég hef alltaf verið svo LENGI að fá það og stundum bara kemur það ekki. Vandarmálið er ekki löngunin í kynlíf eða ég á ekki erfitt með að blotna og hann gefur sér góðan tíma í mig og oft er það alveg að koma en svo er bara eins og það slokknar á því. Mér líður mjög ílla yfir þessu því ég vill ekki vera svona lengi og hann er líka leiður yfir því og finnst jafnvel eins og það sé honum að kenna, sem er ekki því að ég gleymist sko ekki. Hvað er hægt að gera svo að maður passi saman í kynlífinu og að þetta geti hætt að vera vandarmál?   
Með von um svar:)

Svar:
Blessuð og sæl. Ég held að þið séuð eitt af þeim pörum sem gætu orðið dugleg í að búa til áhyggjuefni. Þú spyrð hvað sé hægt að gera svo þið ,,passið betur saman í kynlífinu" en mér heyrist að þið passið ekkert illa saman. Ykkur þykir greinilega vænt um hvort annað og viljið hvort öðru það besta. Það er gott veganesti fyrir samband. 
Vandinn, sýnist mér, liggur meira í ykkar þekkingu um eðli fullnæginga og viðhorfum til kynlífs en að fá uppskrift að pottþéttri ,,fullnægingartækni". Það er eðlilegt að fullnæging komi ekki í hvert sinn sem par elskast og því meiri áhyggjur sem maður hefur af því hvort fullnæging sé á leiðinni eða  ekki, því erfiðara er fyrir konuna að njóta þess sem hún gerir og því síður kemst hún yfir svonefndan fullnægingarþröskuldinn. Þótt fullnæging sé ekki á dagskránni er vel hægt að njóta hvors annars svo báðum líði vel. Þetta viðhorf þurfið þið að æfa miklu, miklu betur. Ef þið gerið það, munuð þið komast að því einn góðan veðurdaginn að fullnæging er ekki mál málanna þótt hún sé auðvitað góð og eftirsóknarverð tilfinning. Ég get líka orðað þetta á annan veg: ef þið eruð stöðugt að velta ykkur upp úr því hvort fullnæging sé lengi á leiðinni eða komi alls ekki, verður æ erfiðara að njóta alls annars í kynlífi. Þá tekst ykkur hægt og rólega að drepa bæði niður kynlífsáhuga og fullnægingarnar, þegar þið viljið keppa að einni slíkri.  Látið glanstímaritunum og súpersex bókunum eftir kröfurnar um fullnægingar í stríðum straumum og eftir pöntun- það versta sem þið gerið ykkur er að hlusta eftir svoleiðis óraunhæfum og óskynsamlegum kröfum. 
En svona almennt séð, er oft betra að kona sjái sjálf um þá örvun sem hún þarf eða hentar henni, til að fullnæging verði þegar hún stundar ástarleiki  með öðrum en sjálfum sér.  Hún finnur lang best hvers konar örvun líkaminn vill þá og þá stundina. Sama hversu góður gæi rekkjunauturinn er, hann les ekki hugsanir og getur ekki vitað hvaða snerting er rétt eða best, það og það augnablikið.  Svo ef þú átt auðveldara með að sjá sjálf um fullnægingarörvunina í ykkar ástarleik þá áttu hiklaust að gera það frekar en að vonast að hann "hitti nú á rétta blettinn".

Kveðja, Jóna Ingibjörg"

 HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart

 Tantra kynlíf fyrir áhugasama, mjög heillandi, nú langar mig til austurlanda að læra á heimspekilegu kynorku mína sem ég get notað til andlegs þroska. Djö* hljómar þetta vel.

tekið af Doktor.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það er búið að finna upp tæki sem veitir konum á innan við 2 mínútum dýpri og meira langvarandi fullnægingu en þekkst hefur,  Þetta er algjör bylting.  Fullnægingin varir frá 1 og uppfyrir 2 mínútur.  Tækið kallast Vortex Vibration og er smellt framan á heimilisryksugu.  Fæst hjá Aloe Vera umboðinu.  Bara fletta því upp í símaskránni. 

Jens Guð, 8.6.2007 kl. 01:47

2 Smámynd: svavs

já ég ætti að kynna mér það ! thanks a lot mait

svavs, 10.6.2007 kl. 20:17

3 identicon

Er einmitt að lesa grein nuna sem þu mundir örugglega hafa ahuga a. Skal lana þer bokina með hana þegar eg er buinn i þessum kurs. Það er, ef þer finnst alltilagi að lesa þetta a Ensku.

Andro (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband