Eminem teikning

Þar sem ég er örlítið lost þessa dagana þá reyni ég að gera eitthvað sem heldur mér gangandi í stað þess að gera bókstaflega ekkert. Það sem heldur mér gangandi er að lesa ekki of erfiðar fræðslu- heimspeki- og/eða sálfræðibækur/rit, teikna, prjóna og horfa á skemmtilegar myndir sem ég get helst lært af.

Í dag ætlaði ég í jóga en hurðin var bara lokuð svo ég ætla að reyna aftur á morgun og fara fyrr að sofa í kvöld. Við pápi fórum til ömmu og afa, fengum skammtað gallon af brauði og kotasælu og grænmeti á diskana, kíví sem var gjróthart og súrt og djús, eftir það skutlaði pabbi okkur Braska heim og ég teiknaði góðkunningja minn;

eminem1.2.3eminem-pictures-2

 

 

 

  EMlN3M

Teikningin mín er örlítið breiðari. Nefið á teikningunni er lengra. Augun á myndinni eru stærri eða opnari og það er of langt á milli augnanna. Hettan er náttúrulega alveg út í buskann, nennti nú ekkert að eyða tíma í hettuna enda einhverjir kassar og læti á frummyndinni sem trufluðu mig smá. Munnurinn á myndinni er vanskapaðri hægra megin og pínulítið stærri á teikningunni...

...svo já, ég var EKKERT að vanda mig, þetta er einungis heppni, jú auðvitað hef ég hæfileika en ég kann EKKERT að nota þá. Það er bara heppni hvernig mér tekst alltaf að krassa á blöð. Eintóm heppni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband