Sunnudagur, 3. júní 2007
Myndlistaskóli Reykjavíkur ekki fyrir þá heppnu.
HELD EKKI !!!Allt í lagi, ég lét plata mig til að fara í inntökuprófið í Myndlistaskóla Reykjavíkur en ég lét ekki plata mig alla leið. Nei, heldur betur ekki. Fyrst var módelteikning, jájá, módelið var fallegt og allt í góðu, ekkert mál. En 20 MÍN!!!... það hentar kannsi sumum en ekki mér, ekki að ég kunni ekki að teikna, ég er bara lengi að byrja. Svona sirka 20 mín. Já, það sýndi það allavega á teikningum mínum. Ég var rétt komin með svona allt í lagi útlínur þegar... bíb..bíb..bíb..bíb.... tíminn búinn! Ég leit á aðrar teikningar! VÁ!!! fólk var byrjað að teikna andlit og skugga og línur og hvaðeina. Kannki bara er ég ekki nógu góður listamaður! HA?!?! sagði ég ekki, þetta er bara heppni þegar mér tekst að krassa eitthvað meistaraverk, ef ég má taka svo sterkt til orða. Þessi partur prófs sýndi sem sagt EKKERT af því sem í mér bjó! EKKERT! Jæja allt í lagi, þarna var ég búin að svitna og púla við að flýta mér. Ég var farin að titra, sem þýðir að ég var virkilega að reyna mitt besta. Jæja, ekki þessa neikvæðni, ég hélt áfram, kannski ég geti sýnt betur hvað í mér býr í næsta parti. Málun! YESS! Eitthvað sem ég kann... ah darn, ég er með VATNSLITI!!!! Ég kann ekkert á vatnsliti. Ég hef reynt að dunda mér eitthvað við þá en nei, ég kann ekkert á þá! Þeir renna bara saman og ekkert gaman! Jæja, ég ákvað þegar ég var búin að sjá fram á það að myndin sem ég átti að teikna var alls ekki á miðju blaðinu. Ég mæli og strikaði og reyknaði út en allt kom fyrir ekki, myndin var eins langt og hún gat í hægra neðra horninu á blaðinu. Það hefði verið allt í lagi hefði ég verið að búa til diskamottur, en ég var í prófi og ÁTTI að hafa myndina á miðju blaðinu. Ég átti líka að mála hana í þeim litum sem uppstillingin væri í en nei nei, mér tókst skítsæmilega að blanda litina, en ég var svo óskaplega stressuð og tens eftir seinasta part að það þróaðist út í óþolinmæði! Hvað get ég sagt, ég er bara unglingur! Ég ER að mótast.... ég ræð ekki við allt og alla. Það kallast líka með öðrum orðum að bara vera að læra! Læra á lífið og sjálfan mig. Það gengur jú alveg ágætlega. En það sýndi sér ekki þarna. Jæja, hvað gerði ég? Ég gerði það sem ég geri best. Var öðruvísi. Mér fannst ég einganvegin eiga heima þarna. Mér fannt allt fólkið vera svo venjulegt! Ég var öðruvísi innanum hóp sem allir eru að tala um að sé MINN hópur. Jæja, nóg um mig, það er ekki eins og þetta snúist um mig eða það sem ég vil er það nokkuð, mamma?
Þessi vatnslitamynd var sennilega sú mynd sem verður eftirminnilegust í augum dómaranna. Hún var ekki eins og hún átti að vera. Allir hlutirnir virtust vera á flegi ferð. Kassarnir sem voru í raunveruleikanum hvítir voru á myndinni minni litríkir með skrauti og alles dúlleríi! Voða sætt. Flöturinn sem var undir uppstillingunni, einhver platti með blárri tusku yfir var á floti. Sem sagt, það var grænt og blátt vatn í kring. Það var ekki á uppstillingunni. Ég var einungis að leika mér. Ekki ætlaði ég að sýna þeim að ég kynni ekki að mála. Ég má það ekki. Eða hvað? Ég veit ekki!!! Ég veit EKKERT af hverju ég fór í þetta bansetta próf en ég sé ekki eftir því. Nú veit ég af hverju ég sótti ekki um þennan skóla. Jú ég sagðist ætla að sækja um, en það var fyrir mömmu, ég nennti ekki að vera í slæmu sambandi við hana. Það virðist allavega ekki hafa batnað neitt eftir þetta. Skítur skeður! Klukkan eitt var kaffihlé. Í klukkutíma. Ég labbaði út til að fá mér ferskt loft því ég var gersamlega að ærast þarna inni. Vatnslitir sýna akkúrat andstæðuna við það sem í mér býr. Ég kann að nota olíu og akrílliti. Nei, það var bannað. Mikið var gott að fá ferskt loft. Mér leið svo vel í þessu ferska lofti að ég ákvað bara að vera úti. Ég fór ekkert aftur inn. Var ekki að meika það, eins og maður segir á góðu tungumáli. Bleh,wotterver... eitthvað...
Eins og sést á mínum seinustu orðum hér að ofan, þá er ég voðalega uppstrekt núna. Ég var búin að hlakka svo til að komast til eyja. Í sveitasæluna. Sjá hvernig fallegu bolirnir mínir seldust. Hvíla mig, vera í burtu, ekki í útlöndum en samt ekki á íslandiíslandi. Vitimenn, bolirnir seldust EKKI. Blessuðu strákarnir gleymdu að selja þá! Hvað á það að þýða? Enginn skaði skeður, þeir seljast þá bara annars staðar. Hér eftir fylgi ég mínu instinkt. Eða eðlisávísun minni! Engin eftirsjá bara hér á ferð samt, ég kann ekki að sjá eftir hlutum, ég læri af þeim og þetta var heljarinnar lærdómur; mitt líf, mínar ákvarðanir, mín mistök (ef svo), mín velferð!!! Ég ákveð það sem Ég vil gera við Mitt líf!
Takk samt fyrir allt mamma, þú hefur gert allt of marga góða hluti til að geta gert endalausa góða hluti og ég veit þú vilt mér vel. Þó ég verði pirruð þá elska ég þig alltaf og ég ætla að láta sem þetta hafi ekki gerst og halda áfram með mitt líf takk. Koss og knús.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Raunaleg saga Svava. Þegar þú ert tilbúin ættir þú að skoða Myndlistaskólann á Akureyri,
www.myndak.is :)
Helgi Vilberg, 3.6.2007 kl. 17:36
Ég þekki líka svona mann sem á einmitt mikið erindi í myndlistarnám en klikkar á ,,praktísku" hlutunum, eins og að skila möppu á réttum tíma ... En mér sýnist Helgi ætla að taka vel á móti þér á ekki-íslandiíslandi.
Berglind Steinsdóttir, 3.6.2007 kl. 21:23
Skólinn heitir Myndlistaskólinn í Reykjavík ekki myndlistaskóli Reykjavíkur :þ
En þú hefðir átt að klára inntökuprófið, þetta fornám þarna er argasta snilld, ég var að klára það núna í vor og er að fara næsta vetur í Listaháskóla Íslands.
Ég hef aldrei skemmt mér eins vel í einu námi eins og þarna.
Ragga (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 14:30
Þarna varðstu fórnarlamb "piparköku-móts-heilkenna" íslenska skólakerfisins þ.e. allir eiga að passa í sama mótið........en mistök eru aldrei mistök nema þegar þú lærir ekkert af þeim.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:26
málið er að ég sótti ekki um í þennan skóla og ég eiginlega lét undan þrýstingi að mæta í prófið, svo ég er sátt við það sem ég gerði, ég bæði mætti og ekki. Mætti fyrrihlutann en ekki þann seinni, já kannski svolítið barnaleg della en... mér leið ekki vel þarna og mig langaði ekki að vera þarna, það var ekki skilda svo ég fór.
En ég hef heyrt margt gott um þennan skóla og er í sjálfu sér engan vegin reið eða sár eða neitt út í skólann sjálfan, kannski meira bara þetta atvik sem ég er í raun ekki reið eða sár útí lengur. ég sá eitthvað jákvætt út úr þessu og hef í raun ekki tíma til að sjá eftir einu eða neinu.
svavs, 4.6.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.