Upplífgandi hringing frá Brussel

Vitimenn... og vitikonur.. og vitibörn og dýr og allir sem eru vinir í skóginum. Ég var í minni morgunmiglu að lurast við að éta morgunkorn, mitt eftirlæti, just right, þegar síminn hringir. Ég varð smá pirruð þar sem ég sat þarna í makindum mínum virkilega einbeitt á einungis á bragðgóða morgunkorn mitt, þar til ég tók eftir og sá að síminn lág beint fyrir neðan nefið á mér. YESS!!! ég þurfti ekki að "ná" í símann. Ég svaraði. Hlýrödduð kona bauð góðan dag, fannst mér hún frekar lengi og ég var við það að fara að segja, "nei, pabbi er í vinnunni" þegar hún nefndi nafnið mitt. Ég varð steinhissa en samleiðis ákaflega glöð að ég skuli hafa verið í huga einhvers sem lagði það á sig að hringja alla leið heim til mín. Það er nú ekki daglegt brauð en, eins og þið vitið núna, þá gerist það. Tihi.

Það sem þessi kona sagði við mig var mjög ánægjulegt. Fallegasta budda sem ég hafði á ævinni átt fannst í Brussel með kortunum mínum og öllu. Væntanlega ekki 100 evrunum mínum en það er sama. Svarti strákurinn í bláu og hvítu köflóttu stuttermaskirtunni og gallabuxunum hafði sennilega eitthvað betra við þennan aur að gera. En rosalega er ég nú þakklát fyrir það að veskið fannst. Það þekkja það eflaust óskemmtilega margir hversu óþæginlegt það er að vera rændur. Berskjaldaða tilfinningin fer alveg með mann. Þangað til maður nær sér á strik aftur!

Jæja, góða konan lætur föður bestu vinkonu minnar fá veskið sem vinnur þarna í einhverju ráðuneyti og svo þegar Heiðdís mín elskulega kemur heim í ágúst fæ ég fallega veskið mitt aftur. *broskall-út-að-eyrum*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiii en frábært ..ef ég hringdi í þig myndir þú heyra að ég er með svona rólega rödd líka...en ég bara samgleðst þér innilega að fá fínu budduna þína aftur og gleðst yfir því að það er líka enn fullt af fólki heiðarlegt. Gleðilegt Sumar

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband