4 söfn á einum degi... svo segja menn að ég geri ekkert!!!

Ég vaknaði klukkan um 7 og heyrði að Heiðdís væri að fara á fætur. Ég þóttist vera sofandi og égDSC_0014 veit ekki af hverju ég gerði það en allavega, þá ætlaði ég að lauma mér í sturtu þegar þau væru farin í skólann... en ég sofnaði. Vaknaði svo þegar móðir Heiðdísar var komin aftur og sagði "þú mátt fara að vakna væna mín" og ég vaknaði samstundis.

Ég fór sem sagt ekki í sturtu í dag. Við fórum með lestinni niðrá Merode, löbbuðum svo stutta stund þar til við komum að .... ákveðnum stað, sem ég man ekki hvað heitir. Á þessum stað var allavega stríðsmynjasafnið Royal Museum Of The Armed Forces And Of Military History. Það var rosalega flott. Fullt af sverðum og byssum, herklæðnaði frá mismunandi löndum og annað glingur og hljóðfæri. Beint á móti þessu safni var safn með gömlum bílum. Ég man ekki hvað safnið heitir en það er í sömu byggingu og stríðsmynjasafnið. Þetta er sem sagt ein stór bygging sem liggur í hálfhring og sameinast í þetta sem er á myndinni. Rosalega flott.

Klukkan var að verða 2 þegar við lögðum af stað í átt að The Comic Strip Museum Of Belgium. EN... við fórum fyrst á klósettið í utanríkisráðuneitinu í Brussel. Haha... það var skemmtileg heimsókn. Hvað um það, við héldum áfram að ganga um og finna teiknimyndasafnið en fórum fyrir tilviljun framhjá Instrument Museum Of The Royal Music Conservatory -hljóðfærasafninu. OG þangað langar mig að taka pabba! 

Loksins komum við að teiknimyndasafninu eftir að hafa gengið óralengi og séð konungshöllina turna og útsýni.

Teiknimyndasafnið var ÆÐISLEGT, en ég mæli samt mest með hljóðfærasafninu. Sem var ENÞÁ æðislegra!!!

Mín keypti sér nokkra minjagripi sem fara nú reyndar í hendur annarra sem ég vona að fari vel með þá. Alltaf er mér sagt að ég eigi ekki að kaupa neinar gjafir. Ég hef enga hugmynd um hvað það þýðir!?! Að kaupa fyrir aðra.... tsss...! Þetta eru bara gjafir. Eitthvað sem ég rekst á og langar að gefa viðkomandi. Ég er ekkert að leita. Bara finn. Eins og sagt er "leitið og þér munuð finna".

Þegar við komum heim þurfi Heiðdís og foreldrar hennar að fara í  frönskutíma svo ég skellti mér á netið til að skrá niður örfáa punkta hér á síðunni. Fyrir þá sem vilja.

Ávítasel... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband