Laugardagur, 31. mars 2007
djammlífstíll?!?
ég skellti mér á hressó í gær til að fylgjast með touch og hogna, færeyskum tónlistamanni sem náði heldur betur til mín. yndisleg reggie tónlist sem flokkar sig sem folk rock/pop/rock tónlist. ja, tónlistamenn eru þeir allavega. einn sorglegur partur við þetta "djammkvöld" mitt er sá að ég fór mjög allt of snemma úr 70 afmæli ömmu minnar, sem er mjög góð vinkona mín, til að fara á hressó. það var reyndar ekki minn vilji að fara klukkutíma fyrr en en þurfti þar sem böddi kallinn var enþá með enska tímann stilltann og undraði sig á því hversu bjart væri úti. en jæja, enginn er fullkominn! danni skutlaði ég heim til mömmu þar sem ég flýtti mér að búa til einn bol fyrir bodypainterinn sem kemur oft á hressó því ég er búin að lofa honum 4 boli í fleiri vikur. en allt kom fyrir ekki og hann mætti ekki. fyrrum skólasystir mín úr fb á seinustu haust önn ætlaði að hitta mig þarna en það koma svolítið uppá og allt í einu var hún komin uppí sumarbústað með 6-7 strákum svo kvöldið endaði bara með því að ég áttaði mig örlítið á því hversu andstyggilegur djammlífsstíllinn er!
með fullri virðingu fyrir skólasystur minni, hlutir þróast og breytast og svo var þetta engin skyldumæting. enginn skaði skeður.
fólk að stíga uppá borð, velta borðunum, brotin glös, brjór, áfengi og sígarettustubbar á floti á á gólfinu og yfirgnæfandi taktbassa tónlist. meira en mikið af ópersónulegum hömpkanínum sem bera enga virðingu fyrir neinu og síðast en ekki síst ofurölva fólk sem veit ekkert í sinn haus, er líklegt til að framkvæma allar hugsanlegar vitleysur og ná engan vegin jafnvægi á kílómetra þykkri línu! uppbyggjandi líf og góður félagskapur! já það liggur enginn vafi á því.
ég veit ekki hvort ég sé bara svona neikvæð og svarsýn af því að það hefur gengið illa hjá mér að ná sambandi við vini mína og kunningja eða af því að heilræðurnar frá pabba um djammlífið séu farnar að kikka inn!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.