úps - gleymdi að skrifa um þetta kvöld á sínum tíma

ég sem sagt skellti mér á hressingarskálann á föstudaginn fyrir viku og undi mér við að hlusta á yndisfögru hljómsveitina Touch. sem ég hef svo oft nefnt hér áður. þar kom ég í þeirri von um að böddi í loftinuhitta góðkunningja mína eða sem sagt nánustu vini bróður míns en viti menn. það kom bara enginn. örfáir skutu inn hausnum en ég hafði einhvernvegin voða lítið við þá að sega. ég kom með 17 boli sem ég hafði hugsað mér að setja á sölu, ekkert endilega alla á þessu kvöldi en jú e-ð og ég seldi tvo boli. Rosalega ánægð með það og David bodypainterinn skoðaði nokkrar hugmyndir sem ég var með fyrir hann og hann valdi eitt flott letur sem mér datt í hug að hann mundi velja svo ég get loksins farið að búa til bolina fyrir þann nágunga. og viti menn, böddi lét það ekki vanta að hanga í loftinu, hann bregst okkur ekki!

ég kynntist einni hörkumömmu þarna. í fyrstu datt mér ekkert í hug að hún væri móðir en svo bara komst það til tals og hún talaði bara fögrum orðum um son sinn. frábær kona, ætlaði mér meira að segja þegar hún bað mig að geyma símann sinn því hún treysti engum öðrum, að setja númerið mitt inní minnið hennar og hringja svo í mig til að fá númerið hennar því hún er svona föndrari eins og ég, býr líka til boli. segir reyndar að bolirnir séu vinsælastir hjá dópistunum. jæja, þeir þurfa boli líka. en ég lét ekki verða af þessu númeraskipti enda skildist mér að hún byggi fyrir norðan en þó er ég ekki alveg viss. en ég hef hugsað til hennar...!

tvö önnur ungmenni byrjuðu að spjalla við mig, ein ung stúlka sem reyndist eldri en ég hefði giskað og var nýfráskilin móðir. úff, jæja, hún settist bara þarna hjá mér og byrjaði að spjalla við mig um strákinn sem hún er svo skotin í og loksins veit hann að hún er skotin í honum en samt er hann alltaf að fara á stefnumót með annarri stelpu en segist vildi óska þess að hann gæti bara verið með henni (konunni sem ég talaði við) og þvílíkt drama. ég sagði henni bara að halda áfram að kynnast þessum ágæta pilt og sjá hvað setur. kannski þegar hann hefur kynnst þeim báðum líst honum betur á konuna "mína"  og hættir að hitta hana. kannski verða þau bara vinir en kannski er þessi piltur bara ekki með neina samvisku eða sjálfsaga og virðingu og vill helst vera með þeim báðum en þar verður "mín" kona að seta mörkin. jæja þessi unga kona var þarna með vinkonum sínum, hún gekk þarna inn með annarri vinkonunni á meðan yngsa vinkonan fékk lánað skírteinið frá hinni vinkonu hennar og fékk inn með því, annars var mér sagt að hún væri 17 ára. hún leit ekki út fyrir það. virkaði bara ung snotur kona að koma á djammið, sína sig og sjá aðra og skemmta sér! úje.

já sá seinni sem ég talaði við það kvöld var ungur maður. ég man ekki hvernig hann lítur út nákvæmlega en hann var með ljóst hár (ekki gott) sem fór honum svosem alveg vel, hann var í lós brúnum riffl flauelsjakka (ekki gott) sem fór reyndar ágætlega vel við hárið á honum og svo held ég að hann hafi verið í einhverju grænu sem var gott því grænn litur er æðilegur en mig minnir að liturinn sem ég sá á honum hafi ekki verið góður. jæja ég hafi kannski ekki alveg kolfallið fyrir útliti þessa unga manns þá kom hann vel fyrir og vissi svona næstum hvað hann var að segja. hann virtist ekkert ofurölfi samt. við vorum að tala um lífið og tilveruna og skóla og vinnu og list og vini og síðast en ekki síst fermingar. við erum sammála um að fermingarbörnin séu of ung til að vita hvað þau eru að gera og hann sagðist allavega hafa séð eftir því að hafa fermst, jæja veit nú ekki með það. kannski sagði hann það því mér sagðist sjá eftir því. hann var allavega ekki alveg búin að hugsa það í gegn með af hverju hann sæi eftir því að hafa fermst og svona. en jú kannski sá hann eftir því og það er kostur við hann. mjög stór.

þetta tiltekna kvöld var verulega sérkennilegt. ég var í mínu fínasta pússi. nei segi svona, ég var í gulu blómapilsi, svörtum hlírabol og með fullt af hálsmenum. ég var auk þess á tánum. mikið rétt. ég kom í mínu fallegu gulu oddatáháhælu fínu skóm en þegar ég settist niður hjá gínu minni og fór úr skónum höfðu þeir grafið holur í hælana á mér svo ég bað um plástur og ég þreif þetta. svo gekk ég um á lágbotna sólum með bjölluthingy yfir ristina og á milli tánna. þetta voru svona sandalar. jæja þá vitiði hvernig ég leit út.... eða næstum.

mamma og dói voru með matarboð þetta kvöld, laufey og össur komu og þau fengu hreindýrakjöt og alls konar snobberífínerí. jæja verði þeim bara að góðu, en elsku laufey vissi að ég væri að fara á djammið og af því að hún er nú förðunarfræðingur og af því að ég er nú besta frænka hennar (ein af öllum) þá réðst hún á mig, henti mér inná bað þar sem gott ljós er og allt förðunardótið hennar mömmu og sagði mér sí og æj hvað ég væri með falleg augu og bölvaði sér af því að hún var og er ekki með svona nef eins og ég. úff hún má eiga það ef hún vill. hún mun sennilega nýta það betur en ég. ég bara hef það þarna. mamma var farin að vera skíthrædd því ég var orðin svo svört í kringum augun og svo kom þetta smókei thingy sem hún nuddaði svarta litnum og þakti hann út. og svaka svaka. þetta var flott, ég viðurkenni að þetta hafi verið vel gert og allt það en mér fannst þetta bara hylja persónuleika minn. svo hugsaði ég. ég meina, hversu marga persónuleika sér maður á damminu? allavega á hressó? allir með stæla, hössla þessa og hina, vera kúl til að einhver falli fyrir einhverjum og svona, sumir líka algerlega skipta um ham og dansa eins og motherfucker!!! bókstaflega. eða svo gott sem. ég hugsaði líka með mér, who cares, fólk hrósaði mér mikið fyrir það hvað ég leit vel út og það var allt í lagi en mér fannst það ekki vera að hrósa mér, það var að hrósa laufey fyrir verk sitt. en jæja ég sýndi auðvitað þakklæti og hugsaði þetta breytir engu. ég er bara sú sem ég er og skiptir mig í raun engu máli hvernig ég lít út. ég má vera drusluleg, ég má vera þreytuleg, ég má vera venjuleg svo ég nefni nú e-ð en þá má ég alveg líta svona út á djamminu eða hvenar sem er, næstum. þetta lúkk er vel liðið á djamminu svo ég bara var svona.

ég var algerlega edrú allt kvöldið. þó ég hafi fengið að smakka nýjan screew driver hjá gínu sem var btw mjög mjög góður og danni brósi "skipaði" mér að klára screew driverinn sinn þá var ég alveg edrú. þetta voru mesta lagi 3 sopar frá hálf ellevu til fimm um morguninn. hvað með það. ég gaf bödda mínum g-sting, svartan sem stóð á Touch. honum fannst hann flottur, að vanda og gekk með hann á hausnum þegar hann var að spila og svo þegar hann var að stríða einhverjum stelpum þarna klæddi hann sig í strenginn, og ég var viss um að hann mundi skemma stafina framaná en allt kom fyrir ekki, og hann var í strengnum allt kvöldið. hvort það hafi verið til að sýna mér að honum líkaði hann eða bara af því hann langaði að vera í honum, veit ég ekki en mér fannst hann bara sjálfum sér líkur, labbandi um allt eins og súperman. þeir sem þekkja bödda e-ð vita að það má vænt alls af honum en samt hægt að tala við hann. hann er ekki bara asni. hann er líka frábær vinur!

böddi fílar sig

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband