Mánudagur, 29. ágúst 2011
Dagur 3 í noregi
Í gær fórum við Kormákur og Freyja út að labba með Dómínó. Það var svo gott veður að ég ákvað að hafa Kormák í sandala en það stöðvaði hann ekki í að hoppa í alla polla sem hann fann og vel og mikið í hverjum polli svo hann varð gegnvotur upp að hnjám, sem er ekki svo hátt frá tánum. Við komum við á leikskóla sem er hérna rétt fyrir ofan húsið en þar var stærsti og dýpsti pollurinn. Það var ekki auðvelt að fá hann upp úr þeim polli nema ef ég lofaði að koma með honum í bíltúr í rútunni sem var hálfgrafin niður í jörðina.
Allt í einu, alveg uppúr þurru öskraði Kormákur eins og eitthvað hefði pitið hann í rassinn en ég fann engin merki um nokkurs konar flugnabit. Þá fórum við beina leið heim og skoluðum tásurnar.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá borðar Kormákur vel og hægðirnar eru bara til fyrirmyndar.
Ég er komin með vott af hálsbólgu og tala í samræmi við það.
Í kvöld koma Ævar og Rúna svo í dag verður tekið til og gert fínt sem ég ætti að vera duglegri að gera heima hjá mér. Ætli ég bæti það ekki upp hérna og hagi mér þá eins og ég sé vel upp alin .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.