Föstudagur, 29. júlí 2011
Hver er sinnar gæfu smiður
En er það svo í öllum tilvikum? Já, ég mundi halda það. Ég mundi bara halda það, líklega er til dæmi um að svo sé ekki.
Sjaldan fer ég norður til pabba, það er ekki jákvæður hlutur en satt að segja finnst mér hann búa einum klukkutíma of langt í burtu. Þegar ég hef keyrt í klukkutíma þá finnst mér það vera komið gott en ég get þó haldið aðeins áfram. Eftir tvo tíma hugsa ég á nokkurra mínótna fresti "ég er örugglega alveg að verða komin" og svo þegar er hálftími eftir hugsa ég "garg, er ég ekki að verða komin!!" en því oftar sem ég fer norður því betur kann ég við það. Það er staður þar sem ég get týnst og fyrir mér hljómar það VEL! Þeir sem þekkja mig mjög vel skilja af hverju.
Fyrr í vikunni heimsótti ég föðurömmu mína og afa. Það er líklega besti staðurinn í öllum heiminum til að vera á, svo rólegt og notalegt. Allt sem ég segi er áhugavert, allt sem ég geri er álitið eðlilegt og knúsarnir og kökurnar eru óendanlegar. Amma spurði mig hvenær ég ætlaði norður næst og ég sagði með hálfum hljóðum að ég færi kannski næstu helgi og henni leist vel á það og sagði að þar með væri það ákveðið. Ég væri að fara norður. Það er mömmuhelgi svo ég get hvort eð er lítið lært, mamma verður í sumó svo hún getur ekki passað og ég hef bílinn. En það var eitt vandamál. Systir mín vildi ekki fara í pössun nema til vinkvenna sinna og mamma kunni ekki við það. Ef mamma fer ekki í sumó þá get ég ekki tekið bílinn af henni, sem þýðir að ég færi ekki heldur. Fyrst ég er ekki að fara þá getur mamma farið því ég verð að passa Sóley.
Mamma ÆTLAR að fara.
Sóley ætlar EKKI í pössun, sem mamma kærir sig um.
Og ég.... hef það furðu fínt, þrátt fyrir allt.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.