Óvenjulegt stress

Já, það má segja að ég sé að upplifa alveg óvenjulega undarlegt stress, ég sef ekki. Ég vaknaði kl 15 á þriðjudaginn var og ekki söguna meir! Nei, ég sofna ekki! Mun sennilega gera það á endanum. Margt og mikið sem hægt er að gera á öllum þessum tíma en skapið verður svolítið brothætt og sjálfsmyndin sömuleiðis. Kannski er þetta ekki stress, kannski er þetta kvíði eða öllu heldur valkvíði um "hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór"! Það er svo margt sem mig langar að læra og það versta er að ég er með allt aðrar og þá meina ég ALLT AÐRAR hugmyndir en ég hafði bara fyrir örfáum vikum, hvernig veit ég að ég skipti ekki algerlega um skoðun eftir aðrar örfáar vikur? Og hvað þá? Á ég þá bara að dúsa í því námi eða á ég að skipta? Og hvað ef ég fæ algjört ógeð á því? Nú er ég komin með barn uppá arminn og þá er ekki svo sjálfsagt að dingla sér svona í náminu. Hvað er til ráða? Hvað á ég að gera? Á ég að fara auðveldu leiðina, fara í heimspeki, ég er nokkuð viss um að ég fái seint leið á því fagi svo það eru mestar líkur á því að ég klári það nám frekar en nokkuð annað.

Ég sit útí garði með tölvuna og er að reyna að tala mig til þess að fara að læra en það gengur illa, ég er svo þreytt en nú þýðir það ekkert, ég verð að skila ritgerð og heimadæmi helst núna og svo kemur vinkona mín í neglur milli 10 og 11. Á svona stundu langar mig helst til ömmu og afa, að fá afasamloku. Ætli þau séu vöknuð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og fékkstu samlokuna?

Berglind Steinsdóttir, 30.6.2011 kl. 21:37

2 Smámynd: svavs

Mig minnir það, það getur verið að afi hafi verið farinn í sund áður en hann vissi að ég væri að koma...

svavs, 14.7.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband