Ljóð

Hér koma smá óformleg ljóð sem ég samdi um daginn þegar ég sat úti og las heimspeki... ef þú veist ekki hvað HÓL er þá bara veistu það ekki en ef þú veist það þá bara veistu það.

 

 

Sad-life-quotes-4

HÓL hefur gefið mér svo mikið og grunsemd mín

um að hún viti ekki 

einu sinni af helminginum af því gefur

mér

og eigingirni minni

og einskærri sjálfselsku minni góða

tryggingu um einlægni og sannleiksgildi þess alls.

HÓLIN mín er alls virði...

.... 

 

 

 

Annað ljóð sem er tileinkað öllum sem mér þykir vænt um og öllum öðrum:

Eigingirni mín

felst í því að 

 þér líði vel

Af eigingirni minni

elska ég þig

Eigingirni mín

er jákvætt hugtak

og uppspretta 

margra gjörða minna

Eigingirni mín leifir

mér að binda þig

við mig

tilfinningaböndum

sem ÉG stjórna 

Eigingirni ÞÍN

setur mig í hlutverk sem

ég hef enga stjórn á 

eigingirni mín 

nærist á því af 

losta og

dýrslegum unaði sem ég

hef ekki stjórn á og ekki

þú heldur 

elsku...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit hvað HÓL er og því verð ég að hrósa þér fyrir fallega ljóðið þitt, elsku hjartans Svava mín :)

Þú veist hver (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband