Gleðisprengja

Að vera duglegur, koma miklu í verk er alveg ótrúlega gefandi. En þetta reynir á! Á svo mörgum hliðum, líkalegum og andlegum. Mér er svo illt í öxlunum og hálsinum að aftanverðu og fæ reglulega hausverk svo ég tali nú ekki um þreytuna í augunum! Ég tók uppá því að hætta að drekka gos og borða nammi. Minnkaði brauðið verulega og mjólkurvörur. Ég borða mest ávexti, grænmeti (appelsínugul papríka er í uppáhaldi) og döðlur. Öðru hverju splæsi ég á mig hafraklattakökum sem ég man ekki hvað heita en þeir eru með trönuberjum og graskersfræjum held ég, þeir sem eru með græna límmiðanum á. Þeir eru uppáhaldið mitt. Þeir eru líka til með sveskjulituðum límmiða en þeir eru með sveskjum og einhverjum hnetum, þeir eru góðir en ekki eins góðir og þeir með græna límmiðanum. Ég borða mikið af eplum, ekki eins mikið af appelsínum en ég drekk djús. Ég fæ mér stundum hrökkbrauð með kæfu. Seríos á morgnana. Ég fæ mér líka stundum kaffi latte en ég reyni að sleppa því. Koffín fer ekki svo vel í mig. Mér er ekki eins illt í öxlunum núna eftir að ég breytti matarræðinu.

Í dag leið mér svo vel að ég hélt að ég mundi springa, eins og maður segir "ég er svo glöð að ég gæti dáið"... Ég ætla að gefa mér það (af því að það hefur ekki gerst fyrir mig áður) að maður deyji þegar maður springur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband