ADHD

Í morgun gleymdi ég að taka lyfin, ég áttaði mig ekki á því strax en það var eitthvað öðruvísi, ég hélt kannski að ég hefði sofið illa en ég gerði það ekki.

Það var eins og einhver væri inní hausnum á mér að segja mér að hugsa eitthvað annað, þessi einhver var jafnvel að tala við mig, ekki með orðum, ég heyri ekki í neinum en ég var ekki á staðnum, þessi einhver var fyrir mér, það var ekki pláss fyrir mig í mínum eigin heila/hug.

Ég las og las, ég skildi hvert orð og ef það kom orð sem ég skildi ekki þá tók ég eftir því að ég skildi það ekki, leitaði að því í orðabók og glósaði og svona gekk það í nokkra stund en ég þurfti virkilega að hafa fyrir því að muna hvað ég var að lesa, það var virkilega erfitt, stöðugt að hugsa til baka, rifja upp hver sagði hvað, við hvern, hvað gerðist, af hverju eitthvað gerðist í samhengi við það sem áður hafði gerst og ég fékk hausverk.

Myndræn lýsing á þessarri tilfinningu er eins og það sé móða inní hausnum á mér og ég ræð ekki við hana, ef ég reyni að grípa í hana til að koma henni fyrir á réttum stað eða til að hafa stjórn á henni þá fer ég bara í gegnum hana, ég næ henni ekki. Ég gefst upp á að reyna að hafa stjórn á þokunni og viðurkenni vanmátt minn gagnvart henni og fyrir vikið finnst ég vera hálfgerður vitleysingur, vitleysingur er ekki beint rétta orðið. - Ég er eins og hundur í ól, ég ræð ekki hvert ég fer, ég get ekki losað ólina, ég er föst, undir einhverjum komin sem hefur valdið yfir mér og í vonleysi mínu sætti ég mig við það...

Ég ætla ekki að sætta mig við þetta! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Neibb, enda gerðirðu eitthvað í því. Góð byrjun að skrifa um það, og það svona fínan texta - myndrænan.

Berglind Steinsdóttir, 1.4.2011 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband