Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 10. október 2007
Sýklar í grænmeti í bokum!!!
Ég var að fá mail frá elskulegu hálfraraldar móður minnar og í því stóð:
"Halló gott fólk,
Ég vil koma með smá viðvörun.
Sterkur grunur er á að salat í pokum geti verið smitað af hættulegum sýkli
en fleiri tilfelli hafa verið að greinast núna undanfarna daga á sýkladeild
Landspítalans en gengur og gerist. Einkenni eru niðurgangur og þarf stundum
að leggja fólk inn á sjúkrahús vegna þessa því fólk getur tapað miklum vökva
úr líkama, og getur sýkingin verið mjög slæm. Ástæðan fyrir að ég veit þetta
er sú að móðir mín vinnur á sýkladeildinni en henni finnst full ástæða til
að vara fólk við þessu. Heilbrigðisstarfsfólk er s.s. hrætt um að faraldur
geti farið í gang og verður trúlega byrjað að biðja fólk sem hefur niðurgang
að skila inn sýni fljótlega. Ekki er vitað hvaðan fólk er að smitast en
sterkasti grunurinn núna beinist að salati í pokum.
Ég vil því biðja ykkur um að forðast að borða salat úr pokum á næstunni á
meðan verið er að rannsaka málið, svona ef þið viljið vera "on the save
side". Ég vil líka taka það fram að hér er einungis um sterkan grun að ræða,
ekki er búið að sanna neitt. En þar sem mér þykir svo vænt um ykkur öll á
vildi ég láta ykkur vita :-)
Svo er annað mál að trúlega er allt salat í pokum innflutt þó að annað
standi á pokunum. Þess vegna er þessi sýking að koma upp, því þessi sýking
hefur ekki verið að finnast í íslensku grænmeti. Íslenskir grænmetisbændur
eru reiðir.
Það á s.s. að vera í lagi að kaupa salat sem er ekki í pokum og er íslenskt.
Ég hef sjálf verið hrifin af þessu salati í pokum og keypt það mikið
undanfarna mánuði, en nú mun ég láta það alveg vera þar til ég veit meira."
Þar sem ég er tæknilega vangefin þá kann ég ekki að senda á marga, ég þori því allavega ekki, ég þarf að skrifa öll mailin niður og svo virka ekki öll mailin og bara vesen svo ég setti það hér. pass it forward...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. júní 2007
Blogg... (pössun)
... ég veit aldrei hvað ég á að blogga um en mig langar það samt af einhverjum fáránlegum ástæðum svo ég ákvað að skrifa bara þetta...
(er reyndar hjá Önnu Dögg og Bödda og mér líður rosalega vel hér, alveg rooooosalega. Emilía vildi alla ekki mjólkina sína fyrir svefn svo ég strauk magann á henni og bakið til skiptis þar til hún sofnaði. Hún var í alveg rosalega miklu stuði og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, hvernig ég ætti að róa hana niður, sama hvað ég reyndi hún fór bara að vola þar til ég fór að strjúka henni á bakinu, ég tók eftir því að hún róaðist og svo gelti Braski á köttinn og hún spenntist alveg upp. Ég tók Braska uppí sófa til að róa hann líka og strauk Emilíu á maganum og hún róaðist samstundis. Þvílík upplifun. Það er bara engu líkt að sjá hana sofa. "She's lika an angel!" eins og sagt er, í bíómyndum, enskum, amerískum... Böddi á afmæli í dag og þeim langaði að fara eitthvað út, teitið á Hressó er víst ekki nóg, sem er á morgun, lol. Ég hlakka til að sjá svipinn á Bödda þegar hann fær gjöfina frá mér! Já og bara smettið á öllu liðinu! Pabbi var ekki sáttur að ég skildi ekki kalla á þau heim til að ég þyrfti ekki að sofa í sófanum út af bakinu. Það er best fyrir mig að sofa í rúminu mínu. Hann mundi eflaust hneikslast "í gríni" yfir því að ég hef haft skjáeinn opinn í allt kvöld. EN... ég vil passa lengur og ég vil horfa á skjáeinn og ætla mér ekki að láta neinn hafa áhryf á það! Tekist á við meðvirkni. Ég veit að hann er bara að hugsa um mína heilsu. Takk)
*jæja tókst að blogga smá!*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. júní 2007
Annarra manna bloggfærslan mín!
Jæja, hér sit ég í makindum mínum að gera ekkert. Jú í raun er ég að horfa á everybody love's raymond, VERA í lopapeysu, tala við bestustu bestu vinkonu mína sem er í BELGÍU!!! og bloggkommenta á bloggið hennar hér er slóðin... því ég ætla mér ekki að skrifa mikið hér:
Það sem mig langar núna en fæ ekki:
Fara á bíladaga
Fara á laugarvatn
Fara til Atla (hitta fólkið)
SOFNA!!!
Hringja í ákveðna manneskju (er ekki í ástandi til að tala í síma, of mikill tölvunörd.... NOT!!!)
Bjarga heiminum.
Gefa pening (nenni ekki að ná í auðkennislykilinn núna)
Hvað er málið. Mér leiðst ekkert. Í raun og veru er ég bara ein (með Braska) og mér leiðist ekki, mér líður ekki illa nema ég sé komin með pollyönnu syndromið aftur...
Já, ég mæli með Sick Animation teiknimyndirnar!
Þegar manneskja hangir með fólki sem er ca. 10 árum eldri en hún, er það skrítið að þessi manneskja hafi smá minnimáttarkennd? ha? ha? ha?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)